Þorsteinn bað Þórhildi Sunnu afsökunar á orðum sínum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 10:44 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, bað Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, afsökunar við upphaf þingfundar í dag. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í morgun undir liðnum fundarstjórn forseta og bað Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, afsökunar á orðum sínum á Alþingi í gærkvöldi. Vísir fjallaði um orðaskipti þingmannanna í gær en í umræðu um frumvarp um fæðingarstyrk til handa móður sem hefur gefið barn sitt til ættleiðingar velti Þorsteinn því upp hvort að Þórhildur Sunna hefði sjálf reynslu af þungunarrofi. Þórhildi þótti þessi framganga Þorsteins ekki þingmanni sæmandi og spurði á móti hvort að Þorsteinn legði það í vana sinn að spyrja aðra þingmenn út í þeirra heilsufarssögu.Ég ætla rétt að vona að þingkonur þurfi ekki almennt að eiga von á því að Miðflokksmenn spyrji þær út í sína “persónulegu reynslu” af þungunarrofi þegar við höldum áfram umræðum um lög um þungunarrof í vetur. Þá yrði held ég ákveðnum botni náð á þeim bænum. — Þórhildur Sunna (@sunnago) February 20, 2019„Í umræðum hér í gærkvöldi og í viðræðum við háttvirtan þingmann Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur notaði ég óviðurkvæmilegt orðalag sem ég vil af sama stóli biðja háttvirtan þingmann velvirðingar á. Það er eins og við vitum öll að okkur ber að umgangast hvert annað í þessum sal af kurteisi og virðingu. Upp á hvort tveggja skorti í mínu tilfelli í gærkvöldi og ég endurtek afsökunarbeiðni mína til háttvirts þingmanns,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í morgun. Alþingi Miðflokkurinn Píratar Þungunarrof Tengdar fréttir Velti fyrir sér hvort Þórhildur Sunna hefði reynslu af þungunarrofi Þórhildur Sunna spurði Þorstein að því hvaða forsendur hann teldi sig hafa fyrir því að halda því fram að ákvörðun um að fara í þungunarrof sé öllum konum þungbær. 20. febrúar 2019 23:29 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í morgun undir liðnum fundarstjórn forseta og bað Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, afsökunar á orðum sínum á Alþingi í gærkvöldi. Vísir fjallaði um orðaskipti þingmannanna í gær en í umræðu um frumvarp um fæðingarstyrk til handa móður sem hefur gefið barn sitt til ættleiðingar velti Þorsteinn því upp hvort að Þórhildur Sunna hefði sjálf reynslu af þungunarrofi. Þórhildi þótti þessi framganga Þorsteins ekki þingmanni sæmandi og spurði á móti hvort að Þorsteinn legði það í vana sinn að spyrja aðra þingmenn út í þeirra heilsufarssögu.Ég ætla rétt að vona að þingkonur þurfi ekki almennt að eiga von á því að Miðflokksmenn spyrji þær út í sína “persónulegu reynslu” af þungunarrofi þegar við höldum áfram umræðum um lög um þungunarrof í vetur. Þá yrði held ég ákveðnum botni náð á þeim bænum. — Þórhildur Sunna (@sunnago) February 20, 2019„Í umræðum hér í gærkvöldi og í viðræðum við háttvirtan þingmann Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur notaði ég óviðurkvæmilegt orðalag sem ég vil af sama stóli biðja háttvirtan þingmann velvirðingar á. Það er eins og við vitum öll að okkur ber að umgangast hvert annað í þessum sal af kurteisi og virðingu. Upp á hvort tveggja skorti í mínu tilfelli í gærkvöldi og ég endurtek afsökunarbeiðni mína til háttvirts þingmanns,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í morgun.
Alþingi Miðflokkurinn Píratar Þungunarrof Tengdar fréttir Velti fyrir sér hvort Þórhildur Sunna hefði reynslu af þungunarrofi Þórhildur Sunna spurði Þorstein að því hvaða forsendur hann teldi sig hafa fyrir því að halda því fram að ákvörðun um að fara í þungunarrof sé öllum konum þungbær. 20. febrúar 2019 23:29 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Sjá meira
Velti fyrir sér hvort Þórhildur Sunna hefði reynslu af þungunarrofi Þórhildur Sunna spurði Þorstein að því hvaða forsendur hann teldi sig hafa fyrir því að halda því fram að ákvörðun um að fara í þungunarrof sé öllum konum þungbær. 20. febrúar 2019 23:29