Real tapaði fyrir Mallorca á útivelli um helgina og það tap var ekki að hjálpa Frakkanum sem er sagður undir mikilli pressu hjá spænska stórliðinu.
Nokkrir aðilar innar stjórnar Real eru sagðir hafa misst trúna á Zidane og gæti tap gegn Galatasaray í vikunni í Meistaradeildinni kostað hann starfið.
Zinedine Zidane is now under serious pressure at Real Madrid
— Goal News (@GoalNews) October 21, 2019
And Jose Mourinho is being considered for a return to the Santiago Bernabeu
Sá sem er nefndur til sögunnar sem arftaki Zidane er Jose Mourinho en Mourinho hefur áður þjálfað hjá Real. Hann stýrði Real í þrjú ár; frá 2010 til 2013.
Síðan þá hefur hann hjálpað Chelsea og nú síðast Man. United þar sem hann var rekinn í desember mánuði fyrir tæpu ári síðan.
Portúgalinn starfar nú sem spekingur hjá Sky Sports á meðan hann leitar sér að nýju starfi.