Bröndby segir frá þessu á vef sínum en hann mun træna með danska félaginu á næstunni.
Samkvæmt heimildum Vísis átti Róbert Orri Þorkellsson, leikmaður Aftureldingar, einnig að fara á reynslu en hann meiddist í landsliðsverkefni á dögunum svo hann fór ekki með í þetta skiptið.
De næste uger er der et nyt ansigt med til træningen i Brøndby Masterclass #Brøndbyhttps://t.co/bWZJjycI8Y
— Brøndby IF (@BrondbyIF) October 21, 2019
Valgeir sló í gegn í Pepsi Max-deildinni í sumar en hann er fæddur árið 2002. Hann spilaði tuttugu leiki í sumar og skoraði þrjú mörk.
Hann hefur svo leikið 21 leik fyrir unglingalandslið Íslands og skorað í þeim eitt mark.
Hjörtur Hermannsson er á mála hjá Bröndby en liðið er í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 sigur á Lyngby í gær.