Innlent

Alþingi ræðir sölu bankanna

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Oddný G. Harðardóttir.
Oddný G. Harðardóttir. Fréttablaðið/Stefán
Sérstök umræða verður á þingfundi í dag um íslenskt bankakerfi og sölu á hlutum ríkisins í bönkunum.

Það er Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sem er málshefjandi umræðunnar en Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, verður til andsvara.

Íslenska ríkið fer í dag með allan eignarhlut Íslandsbanka og rúmlega 98 prósent í Landsbankanum. Samkvæmt eigendastefnu ríkisins er stefnt að því að selja allan hlutinn í Íslandsbanka en halda eftir 34 til 40 prósenta hlut í Landsbankanum.


Tengdar fréttir

Vandinn ekki krónan heldur kvaðir á banka

Benedikt Gíslason, nýr bankastjóri Arion, segir fjármögnun fyrirtækja eiga eftir að færast á skuldabréfamarkaðinn. Bankarnir ekki samkeppnisfærir. Stjórnvalda að svara hvort skoða eigi sameiningar.

Sala bankanna krefst skýrari sýnar

Framtíðarsýn stjórnvalda á umgjörð fjármálakerfisins skiptir meginmáli þegar kemur að sölu á eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka og Landsbankanum. Arðsemisgetan dregin niður af miklu regluverki og þungri skattbyrði.

Ný eigendastefna forsenda fyrir bankasölu

Það er forsenda fyrir sölu á eignarhlut ríkisins í bönkunum að eigendastefna ríkisins verði uppfærð að sögn Lilju Alfreðsdóttur. Aðkoma og hlutverk ríkisins þurfi að liggja skýr fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×