Reykhólahreppi óheimilt að velja óöruggari leið Kristján Már Unnarsson skrifar 6. janúar 2019 21:00 Frá Reykhólasveitarvegi en hann liggur frá Vestfjarðavegi við Bjarkarlund að Reykhólum. Vegagerðin telur hann ekki hæfan til að taka við þeirri umferðaraukningu sem fylgdi því ef hann yrði hluti Vestfjarðavegar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ákvæði vegalaga gætu meinað Reykhólahreppi að velja R-leið með Þorskafjarðarbrú þar sem sveitarfélagi er óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis. Þá er Vegagerðinni heimilt að krefja hreppinn um þann kostnaðarmun, sem talinn er á leiðunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Íbúar á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal héldu að loksins væri komið að því hefja langþráðar vegarbætur í Gufudalssveit þegar ný hreppsnefnd Reykhólahrepps setti málið óvænt í nýjan farveg með hugmynd um stórbrú yfir utanverðan Þorskafjörð í stað vegar um Teigsskóg. ÞH-leiðin um Teigsskóg er fullfjármögnuð á samgönguáætlun, sem gerir ráð fyrir upphafi framkvæmda á þessu ári. „Við erum brjáluð. Nei. Jú, við erum bara líka sorgmædd af því að fjórðungurinn hefur staðið saman undanfarna áratugi um að fara þessa leið, ÞH-leiðina, eða allavegana að gera þetta eins hratt og hægt er. Og við eygðum það núna,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðar, í viðtali við Stöð 2 að loknum fundi með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fyrir helgi. Ingimar Ingimarsson oddviti, Karl Kristjánsson hreppsnefndarmaður og Tryggvi Harðarson sveitarstjóri voru fulltrúar Reykhólahrepps á fundi með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fyrir helgi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Ráðamenn Reykhólahrepps hafa í raun lýst vantrausti á vinnubrögð Vegagerðarinnar og tefla fram skýrslum eigin ráðgjafa um að leiðirnar kosti svipað, meðan Vegagerðin stendur við álit sitt um að brúarleiðin sé fjórum milljörðum króna dýrari. „Allir þeir sem að þessu hafa komið, og skoðað þetta ofan í kjölinn, þeir meta svo að kostnaðurinn verði svona innan skekkjumarka milli ÞH-leiðar og Reykhólaleiðar. Vegagerðin má hafa sína skoðun en þeir eru líka með allt aðrar forsendur en við gefum okkur,“ sagði Tryggvi Harðarson, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Í þessum slag við Vegagerðina hefur Reykhólahreppur klárlega skipulagsvaldið. Sveitarfélagið getur samt ekki hunsað ákvæði 28. greinar vegalaga sem færa Vegagerðinni ákveðin vopn. Þar er kveðið á um það að sveitarfélagi sé óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis. 900 metra löng brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar, eins og hún er sýnd í skýrslu Vegagerðarinnar.Grafík/Vegagerðin.Í úttekt Vegagerðarinnar í haust var raunar staðhæft að brúarleiðin fæli í sér minna umferðaröryggi en vinna við sérstakt umferðaröryggismat er núna á lokastigi. Vestfjarðaumferðin myndi færast yfir á Reykhólasveitarveg með R-leið en Vegagerðin telur hann ekki hæfan fyrir slíka umferðaraukningu nema með töluverðum endurbótum, sem kosti mikla fjármuni. Hann sé mjór, með kröppum beygjum og hæðum, lagfæra þurfi hliðarsvæði og setja upp vegrið til að auka umferðaröryggi. Ef ákvæðið um umferðaröryggi kæfir ekki drauma Reykhólamanna hefur Vegagerðin annað úrræði í 28. grein vegalaga; heimild til að krefja Reykhólahrepp um að greiða kostnaðarmuninn á leiðunum tveimur, sem er óvíst að svo lítill hreppur gæti staðið undir. Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Og talandi um tafir. Hér gæti verið í uppsiglingu stjórnsýslulegur ágreiningur milli Vegagerðarinnar og hreppsins, sem þarf sinn tíma að leysa úr; kannski hálft ár, kannski heilt ár, - áður en málið kemst áfram á næsta stig. Vegagerðin hefur boðað til íbúafundar í Reykhólaskóla næstkomandi miðvikudag, 9. janúar, klukkan 16.30, þar sem fulltrúar hennar hyggjast skýra sín sjónarmið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15 Vestfirðingar sagðir mosavaxnir á biðinni eftir vegi um Teigsskóg Samgönguráðherra vonast til að vegarlagning um Teigsskóg geti hafist sumarið 2019, eftir rúmt ár, og að verklok verði haustið 2022. 5. júní 2018 20:30 Vegagerðinni ekki haggað hvað veg um Teigsskóg varðar Að mati Vegagerðarinnar er leið Þ-H um Teigsskóg á Vestfjarðaleið sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði 13. desember 2018 09:49 Vernd Teigsskógar gæti kostað hreppinn milljarða Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en veg um Teigsskóg. 14. júní 2017 21:45 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Kristinn hneykslaður á "ótrúlegri sérhagsmunagæslu“ og segir skýrslu ekki pappírsins virði Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi Alþingismaður og ritstjóri Bæjarins besta á Ísafirði, segir nýja skýrslu verkfræðistofunnar Viaplan um Vestfjarðaleið ekki pappírsins virði. 13. desember 2018 18:21 Brú yfir mynni Þorskafjarðar sögð vænlegri en vegur um Teigsskóg Deilurnar um Teigsskóg flæktust enn í dag þegar Reykhólahreppur kynnti nýja valkostagreiningu, með þeirri niðurstöðu að brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar sé vænlegasti kosturinn. 12. desember 2018 22:00 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Fleiri fréttir Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Sjá meira
Ákvæði vegalaga gætu meinað Reykhólahreppi að velja R-leið með Þorskafjarðarbrú þar sem sveitarfélagi er óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis. Þá er Vegagerðinni heimilt að krefja hreppinn um þann kostnaðarmun, sem talinn er á leiðunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Íbúar á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal héldu að loksins væri komið að því hefja langþráðar vegarbætur í Gufudalssveit þegar ný hreppsnefnd Reykhólahrepps setti málið óvænt í nýjan farveg með hugmynd um stórbrú yfir utanverðan Þorskafjörð í stað vegar um Teigsskóg. ÞH-leiðin um Teigsskóg er fullfjármögnuð á samgönguáætlun, sem gerir ráð fyrir upphafi framkvæmda á þessu ári. „Við erum brjáluð. Nei. Jú, við erum bara líka sorgmædd af því að fjórðungurinn hefur staðið saman undanfarna áratugi um að fara þessa leið, ÞH-leiðina, eða allavegana að gera þetta eins hratt og hægt er. Og við eygðum það núna,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðar, í viðtali við Stöð 2 að loknum fundi með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fyrir helgi. Ingimar Ingimarsson oddviti, Karl Kristjánsson hreppsnefndarmaður og Tryggvi Harðarson sveitarstjóri voru fulltrúar Reykhólahrepps á fundi með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fyrir helgi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Ráðamenn Reykhólahrepps hafa í raun lýst vantrausti á vinnubrögð Vegagerðarinnar og tefla fram skýrslum eigin ráðgjafa um að leiðirnar kosti svipað, meðan Vegagerðin stendur við álit sitt um að brúarleiðin sé fjórum milljörðum króna dýrari. „Allir þeir sem að þessu hafa komið, og skoðað þetta ofan í kjölinn, þeir meta svo að kostnaðurinn verði svona innan skekkjumarka milli ÞH-leiðar og Reykhólaleiðar. Vegagerðin má hafa sína skoðun en þeir eru líka með allt aðrar forsendur en við gefum okkur,“ sagði Tryggvi Harðarson, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Í þessum slag við Vegagerðina hefur Reykhólahreppur klárlega skipulagsvaldið. Sveitarfélagið getur samt ekki hunsað ákvæði 28. greinar vegalaga sem færa Vegagerðinni ákveðin vopn. Þar er kveðið á um það að sveitarfélagi sé óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis. 900 metra löng brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar, eins og hún er sýnd í skýrslu Vegagerðarinnar.Grafík/Vegagerðin.Í úttekt Vegagerðarinnar í haust var raunar staðhæft að brúarleiðin fæli í sér minna umferðaröryggi en vinna við sérstakt umferðaröryggismat er núna á lokastigi. Vestfjarðaumferðin myndi færast yfir á Reykhólasveitarveg með R-leið en Vegagerðin telur hann ekki hæfan fyrir slíka umferðaraukningu nema með töluverðum endurbótum, sem kosti mikla fjármuni. Hann sé mjór, með kröppum beygjum og hæðum, lagfæra þurfi hliðarsvæði og setja upp vegrið til að auka umferðaröryggi. Ef ákvæðið um umferðaröryggi kæfir ekki drauma Reykhólamanna hefur Vegagerðin annað úrræði í 28. grein vegalaga; heimild til að krefja Reykhólahrepp um að greiða kostnaðarmuninn á leiðunum tveimur, sem er óvíst að svo lítill hreppur gæti staðið undir. Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Og talandi um tafir. Hér gæti verið í uppsiglingu stjórnsýslulegur ágreiningur milli Vegagerðarinnar og hreppsins, sem þarf sinn tíma að leysa úr; kannski hálft ár, kannski heilt ár, - áður en málið kemst áfram á næsta stig. Vegagerðin hefur boðað til íbúafundar í Reykhólaskóla næstkomandi miðvikudag, 9. janúar, klukkan 16.30, þar sem fulltrúar hennar hyggjast skýra sín sjónarmið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15 Vestfirðingar sagðir mosavaxnir á biðinni eftir vegi um Teigsskóg Samgönguráðherra vonast til að vegarlagning um Teigsskóg geti hafist sumarið 2019, eftir rúmt ár, og að verklok verði haustið 2022. 5. júní 2018 20:30 Vegagerðinni ekki haggað hvað veg um Teigsskóg varðar Að mati Vegagerðarinnar er leið Þ-H um Teigsskóg á Vestfjarðaleið sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði 13. desember 2018 09:49 Vernd Teigsskógar gæti kostað hreppinn milljarða Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en veg um Teigsskóg. 14. júní 2017 21:45 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Kristinn hneykslaður á "ótrúlegri sérhagsmunagæslu“ og segir skýrslu ekki pappírsins virði Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi Alþingismaður og ritstjóri Bæjarins besta á Ísafirði, segir nýja skýrslu verkfræðistofunnar Viaplan um Vestfjarðaleið ekki pappírsins virði. 13. desember 2018 18:21 Brú yfir mynni Þorskafjarðar sögð vænlegri en vegur um Teigsskóg Deilurnar um Teigsskóg flæktust enn í dag þegar Reykhólahreppur kynnti nýja valkostagreiningu, með þeirri niðurstöðu að brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar sé vænlegasti kosturinn. 12. desember 2018 22:00 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Fleiri fréttir Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Sjá meira
Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15
Vestfirðingar sagðir mosavaxnir á biðinni eftir vegi um Teigsskóg Samgönguráðherra vonast til að vegarlagning um Teigsskóg geti hafist sumarið 2019, eftir rúmt ár, og að verklok verði haustið 2022. 5. júní 2018 20:30
Vegagerðinni ekki haggað hvað veg um Teigsskóg varðar Að mati Vegagerðarinnar er leið Þ-H um Teigsskóg á Vestfjarðaleið sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði 13. desember 2018 09:49
Vernd Teigsskógar gæti kostað hreppinn milljarða Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en veg um Teigsskóg. 14. júní 2017 21:45
Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15
Kristinn hneykslaður á "ótrúlegri sérhagsmunagæslu“ og segir skýrslu ekki pappírsins virði Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi Alþingismaður og ritstjóri Bæjarins besta á Ísafirði, segir nýja skýrslu verkfræðistofunnar Viaplan um Vestfjarðaleið ekki pappírsins virði. 13. desember 2018 18:21
Brú yfir mynni Þorskafjarðar sögð vænlegri en vegur um Teigsskóg Deilurnar um Teigsskóg flæktust enn í dag þegar Reykhólahreppur kynnti nýja valkostagreiningu, með þeirri niðurstöðu að brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar sé vænlegasti kosturinn. 12. desember 2018 22:00