Eldsupptök í Eddufelli enn til rannsóknar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. janúar 2019 00:00 Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar eldsupptök Vísir/JóhannK Til skoðunar er hvort eldur sem kviknaði á bak við klæðningu í fjölbýlishúsi í Eddufelli í gærkvöldi hafi komið upp út frá rafmagni. Rýma þurfti húsið á meðan slökkviliðsmenn slökktu eldinn. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eldinn upp úr klukkan níu og var þegar allt tiltækt lið sent á vettvang. Nærliggjandi götum var lokað og fjölbýlishúsið rýmt en íbúarnir fengu skjól í strætisvagni á meðan slökkvistarf fór fram. Sjáanlegur eldur var lítill í fyrstu þegar slökkvilið kom að en þegar slökkviliðsmenn sáu að eldurinn hafði hlaupið á bakvið klæðninguna og upp eftir öllum veggnum var ljóst að hafa þyrfti hraðar hendur. Eins og sjá var slökkvistarf frekar umfangsmikið. Brjóta þurfti flísaklæðningu utan á byggingunni til þess að sjá hvort eldur eða glæður leyndust á bakvið. Töluvert vatn þurfti til þess að tryggja að hvergi leyndist eldur. Fjölbýlishúsið er á fjórum hæðum með á annan tug íbúða. Íbúum var brugðið.Bjarrnveig Guðbjartsdóttir og sonur hennar Guðbjartur Felixson búa í húsinu þar sem eldurinn kom upp.Vísir/JóhannK„Maður veit alveg að það verður að vera alveg öruggt áður en maður fær að sjá þarna. En ég sé að það er svart á svölunum á hæðinni okkar þannig að maður veit ekki. Það er ekki gaman að enda hátíðarnar svona. Þetta er skelfilegt,“ sagði Bjarnveig Guðbjartsdóttir, íbúi í húsinu þegar fréttastofa ræddi við hana á vettvangi í gær. Slökkvistarf tók á þriðju klukkustund en þá var íbúum leyft að snúa til síns heima. Á vettvangi í dag mátti sjá skemmdirnar sem urðu vegna eldsins utan á klæðningunni.Vísir/JóhannKÍ dagsbirtunni í dag var svo betur hægt að virða fyrir sér skemmdirnar eftir brunann en eins og sjá má eru þær töluverðar. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar eldsupptök og ekki er ólíklegt að kveiknað hafi í út frá rafmagni. Miklar skemmdur urðu á byggingunni þegar slökkviliðsmenn þurftu að rífa flísaklæðningu frá en sömuleiðis í einhverjum íbúðum þar sem að vatn lak inn þegar að slökkvistarf stóð yfir. Einnig er til skoðunar hvort eldurinn hafi komið upp með öðrum hætti. Fjölbýlishúsið þar sem að eldurinn kom upp er nýlegt og er til skoðunar hvort klæðning utan á húsinu standist lög, reglugerðir og kröfur sem gerðar eru. Fulltrúar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins gáfu ekki kost á viðtali vegna málsins í dag. Slökkvilið Tengdar fréttir „Ekki gaman að enda hátíðirnar svona“ Erfitt að bíða eftir fregnum af slökkvistarfi segir einn af íbúum hússins við Eddufell 8. 1. janúar 2019 22:46 Slökkvistarfi lokið Slökkvistarfi lauk nú á tólfta tímanum við fjölbýlishús að Eddufelli 8 í Breiðholti. Slökkvistarfið gekk greiðlega að sögn varðstjóra. 1. janúar 2019 23:27 Sáu eldinn hlaupa upp eftir klæðningunni er þeir renndu í hlað Slökkviliðið telur sig vera búið að slökkva eldinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Eddufelli í Breiðholti fyrr í kvöld. Tilkynnt var um lítinn eld í fyrstu en fljótlega varð ljóst að hafa þyrfti hraðar hendur við slökkvistarf. 1. janúar 2019 22:27 Eldur í Eddufelli Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna elds á svölum í Eddufelli 8 í Breiðholti 1. janúar 2019 21:44 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Til skoðunar er hvort eldur sem kviknaði á bak við klæðningu í fjölbýlishúsi í Eddufelli í gærkvöldi hafi komið upp út frá rafmagni. Rýma þurfti húsið á meðan slökkviliðsmenn slökktu eldinn. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eldinn upp úr klukkan níu og var þegar allt tiltækt lið sent á vettvang. Nærliggjandi götum var lokað og fjölbýlishúsið rýmt en íbúarnir fengu skjól í strætisvagni á meðan slökkvistarf fór fram. Sjáanlegur eldur var lítill í fyrstu þegar slökkvilið kom að en þegar slökkviliðsmenn sáu að eldurinn hafði hlaupið á bakvið klæðninguna og upp eftir öllum veggnum var ljóst að hafa þyrfti hraðar hendur. Eins og sjá var slökkvistarf frekar umfangsmikið. Brjóta þurfti flísaklæðningu utan á byggingunni til þess að sjá hvort eldur eða glæður leyndust á bakvið. Töluvert vatn þurfti til þess að tryggja að hvergi leyndist eldur. Fjölbýlishúsið er á fjórum hæðum með á annan tug íbúða. Íbúum var brugðið.Bjarrnveig Guðbjartsdóttir og sonur hennar Guðbjartur Felixson búa í húsinu þar sem eldurinn kom upp.Vísir/JóhannK„Maður veit alveg að það verður að vera alveg öruggt áður en maður fær að sjá þarna. En ég sé að það er svart á svölunum á hæðinni okkar þannig að maður veit ekki. Það er ekki gaman að enda hátíðarnar svona. Þetta er skelfilegt,“ sagði Bjarnveig Guðbjartsdóttir, íbúi í húsinu þegar fréttastofa ræddi við hana á vettvangi í gær. Slökkvistarf tók á þriðju klukkustund en þá var íbúum leyft að snúa til síns heima. Á vettvangi í dag mátti sjá skemmdirnar sem urðu vegna eldsins utan á klæðningunni.Vísir/JóhannKÍ dagsbirtunni í dag var svo betur hægt að virða fyrir sér skemmdirnar eftir brunann en eins og sjá má eru þær töluverðar. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar eldsupptök og ekki er ólíklegt að kveiknað hafi í út frá rafmagni. Miklar skemmdur urðu á byggingunni þegar slökkviliðsmenn þurftu að rífa flísaklæðningu frá en sömuleiðis í einhverjum íbúðum þar sem að vatn lak inn þegar að slökkvistarf stóð yfir. Einnig er til skoðunar hvort eldurinn hafi komið upp með öðrum hætti. Fjölbýlishúsið þar sem að eldurinn kom upp er nýlegt og er til skoðunar hvort klæðning utan á húsinu standist lög, reglugerðir og kröfur sem gerðar eru. Fulltrúar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins gáfu ekki kost á viðtali vegna málsins í dag.
Slökkvilið Tengdar fréttir „Ekki gaman að enda hátíðirnar svona“ Erfitt að bíða eftir fregnum af slökkvistarfi segir einn af íbúum hússins við Eddufell 8. 1. janúar 2019 22:46 Slökkvistarfi lokið Slökkvistarfi lauk nú á tólfta tímanum við fjölbýlishús að Eddufelli 8 í Breiðholti. Slökkvistarfið gekk greiðlega að sögn varðstjóra. 1. janúar 2019 23:27 Sáu eldinn hlaupa upp eftir klæðningunni er þeir renndu í hlað Slökkviliðið telur sig vera búið að slökkva eldinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Eddufelli í Breiðholti fyrr í kvöld. Tilkynnt var um lítinn eld í fyrstu en fljótlega varð ljóst að hafa þyrfti hraðar hendur við slökkvistarf. 1. janúar 2019 22:27 Eldur í Eddufelli Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna elds á svölum í Eddufelli 8 í Breiðholti 1. janúar 2019 21:44 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
„Ekki gaman að enda hátíðirnar svona“ Erfitt að bíða eftir fregnum af slökkvistarfi segir einn af íbúum hússins við Eddufell 8. 1. janúar 2019 22:46
Slökkvistarfi lokið Slökkvistarfi lauk nú á tólfta tímanum við fjölbýlishús að Eddufelli 8 í Breiðholti. Slökkvistarfið gekk greiðlega að sögn varðstjóra. 1. janúar 2019 23:27
Sáu eldinn hlaupa upp eftir klæðningunni er þeir renndu í hlað Slökkviliðið telur sig vera búið að slökkva eldinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Eddufelli í Breiðholti fyrr í kvöld. Tilkynnt var um lítinn eld í fyrstu en fljótlega varð ljóst að hafa þyrfti hraðar hendur við slökkvistarf. 1. janúar 2019 22:27
Eldur í Eddufelli Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna elds á svölum í Eddufelli 8 í Breiðholti 1. janúar 2019 21:44