Enski boltinn

Chelsea mætir með auka öryggisverði á Wembley

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Chelsea vill losna við stuðningsmennina sem sverta orðspor félagsins
Chelsea vill losna við stuðningsmennina sem sverta orðspor félagsins vísir/getty
Chelsea mun mæta með sína eigin öryggisverði á Wembley þegar Chelsea spilar við Tottenham í undanúrslitum enska deildarbikarsins. Öryggisverðirnir munu henda öllum út sem gerast seka um kynþáttaníð.

Undanfarið hefur verið mikið um atvik þar sem stuðningsmenn Chelsea hafa beitt leikmenn kynþáttaníði eða sungið óviðeigandi söngva.

Forráðamenn Chelsea fordæma slíka hegðun og ætla að reyna að koma í veg fyrir hana með því að láta öryggisverði sína henda öllum þeim út sem senda niðrandi söngva, sérstaklega þeim sem eru niðrandi gagnvart gyðingum.

Stuðningsmenn Chelsea sungu slíka söngva gegn Vidi í Evrópudeildinni í desember og á mögulega yfir höfði sér refsingu frá UEFA.

Þá heyrðust þeir á leikjum Chelsea gegn Crystal Palace og Watford yfir hátíðirnar.


Tengdar fréttir

Lögregla rannsakar kynþáttaníð í garð Sterling

Raheem Sterling varð fyrir kynþáttafordómum þegar Manchester City beið lægri hlut fyrir Chelsea á Stamford Bridge í gær. Hann hefur tjáð sig um atvikið og segir fjölmiðla eiga stóran þátt í að kynþáttafordómar séu til staðar í fótboltasamfélaginu á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×