Enski boltinn

Stjóri Arons ætlar að fá tvo til þrjá leikmenn í janúarglugganum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Warnock og Pochettino faðmast í dag.
Warnock og Pochettino faðmast í dag. vísir/getty
„Við getum ekki gert það sama og gegn Manchester United. Þú getur ekki fengið á þig svona mörk gegn liðum eins og þessum,“ sagði hinn reynslumikli Neil Warnock, stjóri Cardiff, eftir 3-0 tap gegn Tottenham.

„Ég var ánægður með okkur í síðari hálfleik og var ánægður með hvernig við svöruðum en það var of seint. Við vildum spila fyrir stoltið. Stuðningsmennirnir voru háværir allt til enda.“

Warnock var ekki par sáttur með dómara leiksins í leikslok og skilur ekki hvernig Moussa Sissoko hafi ekki farið í svörtu bókina fyrir groddaralega tæklingu í fyrri hálfleik.

„Ég var óánægður með að Sissoko fékk ekki spjald í fyrri hálfleik fyrir tæklinguna. Mér fannst þetta geta verið rautt. Afhverju fær hann ekki spjald? Það er ekkert samræmi. Ég skil þetta ekki.“

Félagsskiptaglugginn opnaði á miðnætti í gær og segir Warnock að hann þurfi að styrkja hópinn svo að Aron Einar Gunnarsson og félagar spili í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.a

„Við þurfum tvo til þrjá leikmenn. Formaðurinn er að vinna að því en janúar mánuður er skelfilegur til þess að kaupa leikmenn í,“ sagði Warnock.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×