Ásgeir Helgi, sem er skipverji á Kristrúnu Re, var sofandi þegar hann fékk símtalið með fregnunum.

Mikinn svartan og þykkan reyk lagði frá brunanum svo til sást víða á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva eldinn en hjólhýsið er gjörónýtt og sömuleiðis Mercedes Benz bíll Ásgeirs Helga sem var lagt við hliðina á.
Karlmaður sem bjó í hjólhýsinu náði að koma sér út áður en slökkviliðið bar að garði.
„Ég fékk bara hringingu í gærkvöld hingað út á sjó, var vakinn við þessar glötuðu fréttir,“ segir Ásgeir Helgi í samtali við Vísi.
„Ég er bara í sjokki.“

„Ég var búinn að eiga hann í hálft ár. Ég var þrjár vertíðir að safna fyrir honum.“
En það var ekki bara bíllinn sem skemmdist heldur var Ásgeir Helgi með búnað í bílnum.

„Það gæti verið að mér verði bara skutlað í land út af þessu. Ég trúi þessu bara ekki.“
Hann segir það furðulega að fyrir nákvæmlega ári síðan hafi verið ekið á 745 BMW bíl hans og stungið af.
„Þetta er bara alveg glatað.“
Tildrög brunans eru til rannsóknar.
Fjallað var um brunann í fréttum Stöðvar 2 í gær þar sem sjá má myndbönd frá vettvangi.