Ekkert flugslys varð í fyrra í fyrsta skipti í nærri hálfa öld Sveinn Arnarsson skrifar 29. janúar 2019 06:00 Flugvél kemur til lendingar. Síðasta ár var fyrsta árið síðan 1969 sem ekkert flugslys var skráð. Fréttablaðið/Anton Brink Ekkert flugslys var skráð í fyrra en það hefur ekki gerst síðan árið 1969. Ekkert banaslys varð í flugi í ár og hefur ekkert banaslys orðið í flugi síðan árið 2015. Er það í fjórða skiptið á lýðveldistímanum sem ekki verður banaslys í flugi í þrjú ár samfleytt. Formaður flugslysanefndar segir þetta mikil tímamót og mjög ánægjulegt að ekkert flugslys hafi verið skráð í fyrra. „Það er auðvitað samspil allra sem koma að flugöryggismálum hversu vel hefur tekist síðustu ár. Öllum þeim sem vinna að flugöryggi, hvort sem það eru flugmenn, flugvallarstarfsmenn eða aðrir, ber að þakka að ekkert flugslys varð á árinu,“ segir Þorkell Ágústsson, formaður flugsviðs rannsóknarnefndar samgönguslysa. Fimm banaslys hafa orðið í flugi á síðasta áratug. Árið 2009 varð banaslys þegar einkaflugvél flaug á rafmagnslínu í Selárdal. Tveir menn létust árið 2012 þegar kennsluflugvél ofreis á Reykjanesi og spannst til jarðar. Ári seinna létust tveir í sjúkraflugi Mýflugs ofan Akureyrar. Árið 2015 urðu svo tvö banaslys, annað í Barkárdal í ágúst og hitt í Kapelluhrauni í nóvember. Síðan þá hefur enginn látist í flugi hér á landi. Að sama skapi urðu engin banaslys í flugi hér á landi milli áranna 2001 og 2008. „Þetta er sérstakt gleðiefni fyrir bæði flugmenn og annað fólk á flugsviði sem hefur unnið ötullega að flugöryggismálum undanfarna áratugi,“ segir Lára Sif Christiansen, framkvæmdastjóri Félags íslenskra atvinnuflugmanna. „Þetta er jafnframt þriðja árið í röð þar sem engin banaslys hafa orðið í flugi, og vonumst við til að með áframhaldandi áherslu á öryggismál náum við að halda slysatíðni í algjöru lágmarki.“ Frá árinu 2009 til ársins 2018 hefur tilkynningum til Rannsóknarnefndar samgönguslysa fjölgað úr 1.156 í rétt tæplega þrjú þúsund tilkynningar. Að miklu leyti stafar fjölgunin af aukinni flugumferð á svæðinu sem og að flugrekendur og aðrir tilkynningarskyldir aðilar eru duglegri við að tilkynna atvik til rannsóknarnefndarinnar. Flugsvið rannsóknarnefndarinnar skoðaði 37 mál af þeim þrjú þúsund sem tilkynnt voru og skráði 19 þeirra sem alvarleg flugatvik og tók þau til formlegrar rannsóknar. Frá árinu 1996 hefur flugsvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa gefið út að meðaltali 12 tillögur eða tilmæli í öryggisátt á hverju ári eða um eina á mánuði og virðist það vera að bera árangur. Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Ekkert flugslys var skráð í fyrra en það hefur ekki gerst síðan árið 1969. Ekkert banaslys varð í flugi í ár og hefur ekkert banaslys orðið í flugi síðan árið 2015. Er það í fjórða skiptið á lýðveldistímanum sem ekki verður banaslys í flugi í þrjú ár samfleytt. Formaður flugslysanefndar segir þetta mikil tímamót og mjög ánægjulegt að ekkert flugslys hafi verið skráð í fyrra. „Það er auðvitað samspil allra sem koma að flugöryggismálum hversu vel hefur tekist síðustu ár. Öllum þeim sem vinna að flugöryggi, hvort sem það eru flugmenn, flugvallarstarfsmenn eða aðrir, ber að þakka að ekkert flugslys varð á árinu,“ segir Þorkell Ágústsson, formaður flugsviðs rannsóknarnefndar samgönguslysa. Fimm banaslys hafa orðið í flugi á síðasta áratug. Árið 2009 varð banaslys þegar einkaflugvél flaug á rafmagnslínu í Selárdal. Tveir menn létust árið 2012 þegar kennsluflugvél ofreis á Reykjanesi og spannst til jarðar. Ári seinna létust tveir í sjúkraflugi Mýflugs ofan Akureyrar. Árið 2015 urðu svo tvö banaslys, annað í Barkárdal í ágúst og hitt í Kapelluhrauni í nóvember. Síðan þá hefur enginn látist í flugi hér á landi. Að sama skapi urðu engin banaslys í flugi hér á landi milli áranna 2001 og 2008. „Þetta er sérstakt gleðiefni fyrir bæði flugmenn og annað fólk á flugsviði sem hefur unnið ötullega að flugöryggismálum undanfarna áratugi,“ segir Lára Sif Christiansen, framkvæmdastjóri Félags íslenskra atvinnuflugmanna. „Þetta er jafnframt þriðja árið í röð þar sem engin banaslys hafa orðið í flugi, og vonumst við til að með áframhaldandi áherslu á öryggismál náum við að halda slysatíðni í algjöru lágmarki.“ Frá árinu 2009 til ársins 2018 hefur tilkynningum til Rannsóknarnefndar samgönguslysa fjölgað úr 1.156 í rétt tæplega þrjú þúsund tilkynningar. Að miklu leyti stafar fjölgunin af aukinni flugumferð á svæðinu sem og að flugrekendur og aðrir tilkynningarskyldir aðilar eru duglegri við að tilkynna atvik til rannsóknarnefndarinnar. Flugsvið rannsóknarnefndarinnar skoðaði 37 mál af þeim þrjú þúsund sem tilkynnt voru og skráði 19 þeirra sem alvarleg flugatvik og tók þau til formlegrar rannsóknar. Frá árinu 1996 hefur flugsvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa gefið út að meðaltali 12 tillögur eða tilmæli í öryggisátt á hverju ári eða um eina á mánuði og virðist það vera að bera árangur.
Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira