Fótbolti

Henry rekinn eftir einungis þrjá mánuði: Gamli stjórinn tekur aftur við

Anton Ingi Leifsson skrifar
Henry er farinn úr frönsku deildinni.
Henry er farinn úr frönsku deildinni. vísir/getty
Thierry Henry hefur verið rekinn sem þjálfari Mónakó eftir einungis þrjá mánuði í starfi en þetta staðfesti félagið í kvöld.

Í gær var tilkynnt að Henry hafi verið sendur í leyfi á meðan ákvörðun yrði tekinn um framhald hans hjá félaginu en ekki hefur gengið né rekið hjá Henry og Mónakó.

Mónakó leitar ekki langt yfir skammt að næsta þjálfara liðsins. Leonardo Jardim tekur aftur við stjórnartaumunum en hann var rekinn er Henry tók við Mónakó í október mánuði.

Hann stýrði liðinu til sigurs í frönsku úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum en nú er Mónakó í örlítið meiri vandræðum. Liðið er í fallsæti í frönsku úrvalsdeildinni og fallið úr leik í bikarnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×