Ný ríkisstjórn Löfvens kynnt til sögunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2019 11:17 Stefan Löfven kynnir ríkisstjórn sína í þinghúsinu í Stokkhólmi í morgun. EPA/JESSICA GOW Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður Jafnaðarmannaflokksins tilkynnti í dag um skipan nýrrar ríkisstjórnar sinnar. Sex nýir ráðherrar taka sæti í stjórninni. Þá ber helst að nefna að Margot Wallström úr Jafnaðarmannaflokki verður áfram utanríkisráðherra og Magdalena Andersson einnig úr Jafnaðarmannaflokki verður áfram fjármálaráðherra. Isabella Löfvin, annar leiðtogi Græningja, verður aðstoðarforsætisráðherra auk þess sem hún hefur verið skipuð umhverfisráðherra. Eins og áður segir eru sex nýir ráðherrar í ríkisstjórn Löfvens. Fjórir þeirra eru úr Jafnaðarmannaflokki, þau Hans Dahlgren, Anders Ygeman, Matilda Ernkrans og Jennie Nilsson. Úr Græningjum koma nýjar inn í ríkisstjórn Åsa Lindhagen og Amanda Lind. Alls eru átján ráðherrar í nýju ríkisstjórninni úr Jafnaðarmannaflokknum, að Löfven meðtöldum, en fimm úr röðum Græningja. Þá eru tólf konur í ríkisstjórninni en ellefu karlar. Á vef sænska dagblaðsins Aftonbladet má nálgast lista yfir nýja ráðherraskipan. Kosningar fóru fram í Svíþjóð 9. september síðastliðinn og gekk afar erfiðlega að mynda nýja stjórn. Í síðustu viku samþykkti sænska þingið Löfven sem nýjan forsætisráðherra og leiðir hann stjórn Jafnaðarmanna og Græningja. Þingmenn Miðflokksins, Frjálslyndra og Vinstriflokksins verja stjórnina falli. Vinstriflokkurinn á þó ekki formlega aðild að stjórnarsamstarfinu. Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Leiðin greið fyrir nýja stjórn Löfven Þingmenn sænska Vinstriflokksins munu skila auðu í atkvæðagreiðslu um Stefan Löfven, formanni Jafnaðarmanna, sem næsta forsætisráðherra Svíþjóðar. 16. janúar 2019 10:00 Sænska þingið samþykkti Stefan Löfven Stefan Löfven mun leiða minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og Græningja, og munu þingmenn Miðflokksins, Frjálslyndra og Vinstriflokksins verja stjórnina falli. 18. janúar 2019 09:04 Vinstriflokkurinn segist ekki ætla að greiða atkvæði með Löfven Þetta þýðir að ekki er víst að nokkuð verði af ríkisstjórn Jafnaðarmanna og Græningja sem Miðflokkurinn og Frjálslyndir ætla sér að verja vantrausti. 14. janúar 2019 12:05 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður Jafnaðarmannaflokksins tilkynnti í dag um skipan nýrrar ríkisstjórnar sinnar. Sex nýir ráðherrar taka sæti í stjórninni. Þá ber helst að nefna að Margot Wallström úr Jafnaðarmannaflokki verður áfram utanríkisráðherra og Magdalena Andersson einnig úr Jafnaðarmannaflokki verður áfram fjármálaráðherra. Isabella Löfvin, annar leiðtogi Græningja, verður aðstoðarforsætisráðherra auk þess sem hún hefur verið skipuð umhverfisráðherra. Eins og áður segir eru sex nýir ráðherrar í ríkisstjórn Löfvens. Fjórir þeirra eru úr Jafnaðarmannaflokki, þau Hans Dahlgren, Anders Ygeman, Matilda Ernkrans og Jennie Nilsson. Úr Græningjum koma nýjar inn í ríkisstjórn Åsa Lindhagen og Amanda Lind. Alls eru átján ráðherrar í nýju ríkisstjórninni úr Jafnaðarmannaflokknum, að Löfven meðtöldum, en fimm úr röðum Græningja. Þá eru tólf konur í ríkisstjórninni en ellefu karlar. Á vef sænska dagblaðsins Aftonbladet má nálgast lista yfir nýja ráðherraskipan. Kosningar fóru fram í Svíþjóð 9. september síðastliðinn og gekk afar erfiðlega að mynda nýja stjórn. Í síðustu viku samþykkti sænska þingið Löfven sem nýjan forsætisráðherra og leiðir hann stjórn Jafnaðarmanna og Græningja. Þingmenn Miðflokksins, Frjálslyndra og Vinstriflokksins verja stjórnina falli. Vinstriflokkurinn á þó ekki formlega aðild að stjórnarsamstarfinu.
Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Leiðin greið fyrir nýja stjórn Löfven Þingmenn sænska Vinstriflokksins munu skila auðu í atkvæðagreiðslu um Stefan Löfven, formanni Jafnaðarmanna, sem næsta forsætisráðherra Svíþjóðar. 16. janúar 2019 10:00 Sænska þingið samþykkti Stefan Löfven Stefan Löfven mun leiða minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og Græningja, og munu þingmenn Miðflokksins, Frjálslyndra og Vinstriflokksins verja stjórnina falli. 18. janúar 2019 09:04 Vinstriflokkurinn segist ekki ætla að greiða atkvæði með Löfven Þetta þýðir að ekki er víst að nokkuð verði af ríkisstjórn Jafnaðarmanna og Græningja sem Miðflokkurinn og Frjálslyndir ætla sér að verja vantrausti. 14. janúar 2019 12:05 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Leiðin greið fyrir nýja stjórn Löfven Þingmenn sænska Vinstriflokksins munu skila auðu í atkvæðagreiðslu um Stefan Löfven, formanni Jafnaðarmanna, sem næsta forsætisráðherra Svíþjóðar. 16. janúar 2019 10:00
Sænska þingið samþykkti Stefan Löfven Stefan Löfven mun leiða minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og Græningja, og munu þingmenn Miðflokksins, Frjálslyndra og Vinstriflokksins verja stjórnina falli. 18. janúar 2019 09:04
Vinstriflokkurinn segist ekki ætla að greiða atkvæði með Löfven Þetta þýðir að ekki er víst að nokkuð verði af ríkisstjórn Jafnaðarmanna og Græningja sem Miðflokkurinn og Frjálslyndir ætla sér að verja vantrausti. 14. janúar 2019 12:05