Handbolti

Ólafur: Við getum ekki bara litið framhjá þessu

Anton Ingi Leifsson skrifar
„Það leit út fyrir það allavega,“ sagði Ólafur Gústafsson, fyrirliði Íslands, í kvöld er hann var spurður hvort að heimsmeistarar Frakka hafi verið númeri of stórir fyrir strákana okkar.

„Byrjunin fór dálítið með okkur. Við byrjum í undirtölu og tókum lélegar ákvarðanir sóknarlega. Þeir fá frí mörk yfir völlinn þar sem þetta byrjaði illa og endaði illa.“

Ólafur segir að vörnin hafi lengi vel staðið vel og mikilvæg hraðaupphlaupsmörk hafi dottið inn.

„Mér fannst vörnin standa ágætlega á köflum. Við náðum smá áhlaupi á þá í fyrri hálfleik og líka á smá kafla í síðari hálfleik. Þá fengum við hraðaupphlaupin inn er vörnin fór að standa.“

„Oft höfum við ekki verið að ná að skila boltanum nægilega vel fram og svo rekumst við aftur á vegg í síðari hálfleik. Þeir sigla svo þessum sigri nokkuð þægilega í höfn.“

Hann segir að margir menn hafi fengið dýrmæta reynslu og þetta fari beint í reynslubankann.

„Alveg klárlega. Ungir menn að spila mikið hjá okkur og fá dýrmæta reynslu. Við þurfum að læra að þessu. Við getum ekki bara litið framhjá þessu.“

„Við þurfum að horfa á hvað við gerum vitlaust og hvað rétt og reyna að vaxa sem lið,“ en Ólafur var fyrirliði í fjarveru Arons Pálmarssonar í kvöld. Hann var stoltur að fá bandið:

„Það var mjög gaman. Ég er mjög stoltur. Ég reyndi að gera mitt besta til að ná sigri en því miður heppnaðist það ekki í dag,“


Tengdar fréttir

Sigvaldi: Fullt sem við getum gert betur

„Þetta var mjög erfitt. Fyrstu 15 mínúturnar voru hundleiðinlegar, við komumst ekkert í færi og þeir fengu létt mörk," sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson í samtali við Tómas Þór Þórðarsson eftir tapið gegn Frökkum í Lanxess-arena í Köln í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×