Fjármálaráðherra segir skattatillögur ASÍ hækka skatta á millitekjufólk Heimir Már Pétursson skrifar 31. janúar 2019 13:24 Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. Það sé hægt að koma til móts við lægst launuðu hópanna með öðrum hætti og það verði gert í tengslum við gerð kjarasamninga. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í aðkomu og aðgerðir stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninga. Vildi hann meðal annars fá fram afstöðu ríkisstjórnarinnar til hugmynda verkalýðshreyfingarinnar um fjölgun skattþrepa úr tveimur í fjögur, sem Samfylkingin styddi. „Ég er því forvitinn að heyra hvort það sé eining innan ríkisstjórnarinnar um að skoða þessi mál og koma til móts við verkalýðshreyfinguna. Eða hvort viðbrögð hæstvirts fjármálaráðherra í fjölmiðlum séu hið endanlega svar,“ sagði Logi. Þá minnti hann á að úrskurður kjararáðs um laun æðstu embættismanna árið 2016 hefði hleypt illu blóði í marga landsmenn og verkalýðshreyfinguna. „Að lokum langar mig þá að spyrja hvort hann telji koma til greina að frysta laun þingmanna og ráðherra lengur en gert er ráð fyri. Eða hvort hann hafi aðrar leiðir sem kannski gæti orðið sátt um,“ sagði Logi.Stjórnvöld munu koma til móts við lágtekjuhópa Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að vel tækist til við gerð kjarasamninga á almenna og opinbera markaðnum og eins og oft áður væri horft til stjórnvalda. hann teldi þau nú þegar hafa gert ýmislegt til að mæta kröfum verkalýðshreyfingarinnar. „Við höfum í raun með nýju frumvarpi sagt að úrskurður kjararáðs frá 2016 skuli gilda fram á mitt þetta ár. Það er sem næst þriggja ára frysting fyrir alla þá sem heyra undir þann úrskurð,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra sagðist helst hafa það við tillögur Alþýðusambandsins í skattamálum að athuga að þær ykju jaðarskattana. Það væri hugsanavilla hjá mörgum varðandi uppbyggingu skattkerfisins í heild, sem vildu hátt frítekjumark annars vegar og lága skatta á þá sem kæmu fyrst tekjulega inn í tekjuskattinn hins vegar „En þessi framstilling á málinu gerir það í raun og veru að verkum að við þurfum að hækka skattprósentuna of mikið á millitekjufólkið.“ „Við getum gert breytingar á tekjuskatti þannig að það komi þeim sérstaklega til góða sem eru í lágtekjuhópunum. Við munum gera það og til þess verða okkar tillögur smíðaðar. Ég ætla ekki að segja neitt ákveðið varðandi kjararáðs málin umfram það sem þegar er komið fram. Þetta verður bara að vera matsatriði í heildarsamhengi hlutana,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Kjaramál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. Það sé hægt að koma til móts við lægst launuðu hópanna með öðrum hætti og það verði gert í tengslum við gerð kjarasamninga. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í aðkomu og aðgerðir stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninga. Vildi hann meðal annars fá fram afstöðu ríkisstjórnarinnar til hugmynda verkalýðshreyfingarinnar um fjölgun skattþrepa úr tveimur í fjögur, sem Samfylkingin styddi. „Ég er því forvitinn að heyra hvort það sé eining innan ríkisstjórnarinnar um að skoða þessi mál og koma til móts við verkalýðshreyfinguna. Eða hvort viðbrögð hæstvirts fjármálaráðherra í fjölmiðlum séu hið endanlega svar,“ sagði Logi. Þá minnti hann á að úrskurður kjararáðs um laun æðstu embættismanna árið 2016 hefði hleypt illu blóði í marga landsmenn og verkalýðshreyfinguna. „Að lokum langar mig þá að spyrja hvort hann telji koma til greina að frysta laun þingmanna og ráðherra lengur en gert er ráð fyri. Eða hvort hann hafi aðrar leiðir sem kannski gæti orðið sátt um,“ sagði Logi.Stjórnvöld munu koma til móts við lágtekjuhópa Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að vel tækist til við gerð kjarasamninga á almenna og opinbera markaðnum og eins og oft áður væri horft til stjórnvalda. hann teldi þau nú þegar hafa gert ýmislegt til að mæta kröfum verkalýðshreyfingarinnar. „Við höfum í raun með nýju frumvarpi sagt að úrskurður kjararáðs frá 2016 skuli gilda fram á mitt þetta ár. Það er sem næst þriggja ára frysting fyrir alla þá sem heyra undir þann úrskurð,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra sagðist helst hafa það við tillögur Alþýðusambandsins í skattamálum að athuga að þær ykju jaðarskattana. Það væri hugsanavilla hjá mörgum varðandi uppbyggingu skattkerfisins í heild, sem vildu hátt frítekjumark annars vegar og lága skatta á þá sem kæmu fyrst tekjulega inn í tekjuskattinn hins vegar „En þessi framstilling á málinu gerir það í raun og veru að verkum að við þurfum að hækka skattprósentuna of mikið á millitekjufólkið.“ „Við getum gert breytingar á tekjuskatti þannig að það komi þeim sérstaklega til góða sem eru í lágtekjuhópunum. Við munum gera það og til þess verða okkar tillögur smíðaðar. Ég ætla ekki að segja neitt ákveðið varðandi kjararáðs málin umfram það sem þegar er komið fram. Þetta verður bara að vera matsatriði í heildarsamhengi hlutana,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Kjaramál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira