Mikið kuldakast gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna og hefur þurft að loka skólum og vinnustöðum. Þar að auki hefur póstþjónusta stöðvast á stórum svæðum, en slíkt gerist afar sjaldan, að sögn AP fréttaveitunnuar.
Enn á að herða á kuldanum og er fólk hvatt til að halda sig innandyra. Strætisvögnum hefur verið breytt í hjálparstöðvar fyrir heimilislausa í Chicago en þar er gert ráð fyrir allt að 29 gráðu frosti í kvöld og með vindkælingu gæti kuldinn farið niður í 40 gráður.
Stofnunum á borð við dýragarð borgarinnar og söfnum verður einnig lokað í dag. Þá hafa ríkisstjórnirnar í Illinois, Wisconsin og Michigan lýst yfir neyðarástandi í ríkjunum vegna frosthörkunar.
Búast við 29 stiga frosti í Chicago
Tengdar fréttir
Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun
Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda.
Metkuldi í vændum í miðvesturríkjum Bandaríkjanna
Kuldinn gæti farið niður fyrir 50 gráður undir frostmarki.