Ed Miliband: Horfum til Íslands vegna kynjajafnréttis og loftslagasmála Sighvatur Jónsson skrifar 9. febrúar 2019 18:30 „Horft er til Íslands vegna kynjajafnréttis og loftslagasmála,“ segir Ed Miliband, þingmaður breska verkamannaflokksins. Miliband hrósar Jeremy Corbyn, núverandi leiðtoga flokksins, fyrir að rétta Theresu May, forsætisráðherra, hjálparhönd varðandi vandasama úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Hann segir May þurfa að leggja sig betur fram.Katrín Jakobsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon blása á 20 ára afmælistertu Vinstri grænna.Vísir/EgillMeðal gesta á málþingi Vinstri grænna í dag um stöðu vinstrisins og hnattrænar áskoranir var Ed Miliband, þingmaður breska verkamannaflokksins og fyrrverandi formaður flokksins. Hann segir að formlegur systurflokkur á Íslandi sé jafnaðarmannaflokkur Samfylkingarinnar. Það sé þó alltaf gott að skiptast á skoðunum með fólki á vinstri væng stjórnmálanna. „Það er gott að skiptast á skoðunum og líka að sjá hvað er að gerast á Íslandi. Við dáumst að mörgu sem Ísland hefur gert, til dæmis áherslu ykkar á jafnrétti kynjanna, opinberri afstöðu ykkar um loftslagsbreytingar og kolefnisjöfnun. Ég er hingað kominn til að læra ásamt því að miðla af eigin reynslu,“ segir Ed Miliband í samtali við fréttastofu. Miliband segir ólíklegt að hægri og vinstir flokkar myndu starfa saman í ríkisstjórn í Bretlandi eins og Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn gera á Íslandi.Ed Miliband, þingmaður breska Verkamannaflokksins.Vísir/EgillFormaður verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, hefur verið gagnrýndur fyrir að leggja lítið fram til lausnar Brexit mála á breska þinginu. Miliband er ánægður með að Corbyn sé farinn að ræða lausnir við forsætisráðherrann, Theresu May. „Hún vinnur samkvæmt því sem neðri málstofan samþykkti en þetta er samkomulag sem felur ekki í sér fyrirvarann um írsku landamærin. Hún leggur í raun ekki fram tillögu heldur segir hún að henni hugnist ekki tillagan um fyrirvarann. Hún þarf að sýna fram á að tillaga hennar sé á jákvæðum nótum.“ Ed Miliband telur að Jeremy Corbyn sé að opna leið fyrir Theresu May. „Ég vona að hún grípi það tækifæri. Í samtölum mínum skynja ég vissulega að fjölmargir íhaldsmenn á þingi telja hana ekki geta haldið áfram á sömu braut. Hún þarf að vera hugmyndarík. Vonandi að svo verði.“ Brexit Jafnréttismál Loftslagsmál Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
„Horft er til Íslands vegna kynjajafnréttis og loftslagasmála,“ segir Ed Miliband, þingmaður breska verkamannaflokksins. Miliband hrósar Jeremy Corbyn, núverandi leiðtoga flokksins, fyrir að rétta Theresu May, forsætisráðherra, hjálparhönd varðandi vandasama úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Hann segir May þurfa að leggja sig betur fram.Katrín Jakobsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon blása á 20 ára afmælistertu Vinstri grænna.Vísir/EgillMeðal gesta á málþingi Vinstri grænna í dag um stöðu vinstrisins og hnattrænar áskoranir var Ed Miliband, þingmaður breska verkamannaflokksins og fyrrverandi formaður flokksins. Hann segir að formlegur systurflokkur á Íslandi sé jafnaðarmannaflokkur Samfylkingarinnar. Það sé þó alltaf gott að skiptast á skoðunum með fólki á vinstri væng stjórnmálanna. „Það er gott að skiptast á skoðunum og líka að sjá hvað er að gerast á Íslandi. Við dáumst að mörgu sem Ísland hefur gert, til dæmis áherslu ykkar á jafnrétti kynjanna, opinberri afstöðu ykkar um loftslagsbreytingar og kolefnisjöfnun. Ég er hingað kominn til að læra ásamt því að miðla af eigin reynslu,“ segir Ed Miliband í samtali við fréttastofu. Miliband segir ólíklegt að hægri og vinstir flokkar myndu starfa saman í ríkisstjórn í Bretlandi eins og Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn gera á Íslandi.Ed Miliband, þingmaður breska Verkamannaflokksins.Vísir/EgillFormaður verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, hefur verið gagnrýndur fyrir að leggja lítið fram til lausnar Brexit mála á breska þinginu. Miliband er ánægður með að Corbyn sé farinn að ræða lausnir við forsætisráðherrann, Theresu May. „Hún vinnur samkvæmt því sem neðri málstofan samþykkti en þetta er samkomulag sem felur ekki í sér fyrirvarann um írsku landamærin. Hún leggur í raun ekki fram tillögu heldur segir hún að henni hugnist ekki tillagan um fyrirvarann. Hún þarf að sýna fram á að tillaga hennar sé á jákvæðum nótum.“ Ed Miliband telur að Jeremy Corbyn sé að opna leið fyrir Theresu May. „Ég vona að hún grípi það tækifæri. Í samtölum mínum skynja ég vissulega að fjölmargir íhaldsmenn á þingi telja hana ekki geta haldið áfram á sömu braut. Hún þarf að vera hugmyndarík. Vonandi að svo verði.“
Brexit Jafnréttismál Loftslagsmál Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira