Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði þrjú mörk og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er Kristianstads rústaði Kalmar, 7-1, í sænsku bikarkeppninni.
Sænska bikarkeppnin er ólík mörgum öðrum. Nú er keppnin komin á það stig að leikið er í fjórum riðlum með fjögur lið í hverjum riðli. Efsta liðið í hverjum riðli fer svo í undanúrslitin.
Leikur Kristianstads í dag var fyrsti leikur þeirra í riðlinum og þær gáfu tóninn. Þær voru komnir í 5-0 eftir 38 mínútur en Svava Rós skoraði þriðja og fjórða mark þeirra.
Kalmar klóraði í bakkann í upphafi síðari hálfleiks en Þórdís Hrönn kom Kristianstads í 6-1 áður en Svava Rós fullkomnaði þrennuna eftir rúman klukkutíma. Lokatölur 7-1.
Sif Atladóttir, Þórdís Hrönn og Svava Rós spiluðu allan leikinn fyrir Kristianstads en þjálfari liðsins er Elísabet Gunnarsdóttir. Þær eru því komnar með þrjú stig í riðlinum.
Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðrún Arnardóttir spiluðu báðar allan leikinn fyrir Djurgården sem vann 2-1 sigur á Uppsala í sömu keppni. Sigurmarkið kom á annarri mínútu í uppbótartíma og Djurgården komið með þrjú stig.
Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn fyrir Rosengård sem er einnig með þrjú stig eftir 3-0 sigur á Limhamn Bunkeflo í dag. Mörkin þrjú komu öll í síðari hálfleik.
Linköpings, með Önnu Rakel Pétursdóttur innan borðs, vann öruggan 4-1 sigur á Jitex Mölndal á útivelli í bikarnum og er því einnig komið með þrjú stig. Gott gengi Íslendingaliðanna í dag.
Kristrún Antonsdóttir kom inn sem varamaður er Roma vann öruggan 3-1 sigur á Florentina í ítölsku úrvalsdeildinni. Roma er eftir sigurinn áfram í fjórða sæti deildarinnar.

