Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 höldum við áfram að fjalla um þá ákvörðun Vegagerðarinnar að fresta framkvæmdum við Veturlandsveg um Kjalarnes en ákvörðunin leggst illa í íbúa á svæðinu sem og bæjarráð Akraness. Landeigendur segja það ekki standa á þeim að semja um breikkun vegarins.

Við fylgjumst með mótmælunum sem fram fóru í Venesúela í dag en Nicolas Maduro og Juan Guaido bítast um hvort þeirra sé forseti eftir forsetakosningarnar í landinu. Svo virðist sem herinn sé að snúa baki við Maduro en yfirmaður flughersins í landinu hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaido.

Þá segjum við frá því að öll miðlæg stjórnsýsla í borginni verði endurskoðuð sem þýðir að farið verður yfir öll innkaupamál og ferla hjá borginni segir formaður borgarráðs. En aðgerðin er meðal viðbragða við skýrslu innri endurskoðunar um Braggamálið.

Við kíkjum í Háskólabíó þar sem undirbúningur fyrir Hlustendaverðlaunin fer fram í kvöld og kynnumst hundum sem verja mörgæsir fyrir árásum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×