Núlluðu út afgreiðslu ráðuneytis Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. febrúar 2019 09:00 Gögnin voru í Skuggasundi 3 og kvaðst enginn eiga þau. Fréttablaðið/Ernir Úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) hefur fellt úr gildi afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins (FJR) á beiðni Fréttablaðsins um aðgang að fundargerðum og tilteknum bréfum kjararáðs. Fréttablaðið hefur nú í rúma þrettán mánuði reynt að fá aðgang að gögnunum en árangurslaust. Í júní felldi ÚNU úr gildi afgreiðslu kjararáðs á beiðni Fréttablaðsins um aðgang að gögnunum. Er þetta því í annað sinn sem blaðið neyðist til þess að fara með málið fyrir nefndina. Eftir að sá úrskurður lá fyrir sendi blaðið beiðni til FJR vegna þeirra. Það vísaði hins vegar á Þjóðskjalasafnið (ÞSK). ÞSK sagði aftur á móti að hillumetrar þess væru uppurnir og ekki væri því tekið á móti nýjum skjölum. Því væri rétt að beina málinu til FJR. Ráðuneytið sagði hins vegar að það hefði ekki skjölin í sinni vörslu heldur starfsmaður kjararáðs. Það er hins vegar rétt að taka fram að á þessum tíma var starfsmaður ráðsins orðinn starfsmaður ráðuneytisins. Í ljósi þessa sendi Fréttablaðið kæru til ÚNU enda taldi það að umrædd gögn væru sannarlega í vörslu FJR og því bæri ráðuneytinu að taka afstöðu til þess hvort afrit af þeim yrðu veitt eður ei. Fyrir nefndinni sagði FJR að gögnin væru ekki í vörslu þess heldur í geymsluhúsnæði á forræði rekstrarfélags Stjórnarráðsins. ÚNU taldi ljóst að þegar beiðni Fréttablaðsins var lögð fram hefði starfsmaður FJR unnið að frágangi gagnanna til afhendingar til ÞSK. Því væri það engum vafa undirorpið að beiðnin varðaði gögn sem væru fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Skipti þar engu máli hvort gögnin hefðu verið skráð í málaskrá ráðuneytisins eða ekki. „Stjórnvöld geta ekki einhliða ákveðið hvort gögn teljist í þeirra vörslum eða ekki, heldur verður að komast að niðurstöðu um það eftir almennum viðmiðum. Ber þannig að leggja áherslu á möguleika stjórnvalds til að nálgast og vinna með gögnin og sýna gögn málsins að FJR hefur unnið á ýmsan hátt með skjöl kjararáðs, bæði fyrir tilstilli starfsmanns síns sem áður starfaði fyrir ráðið og með flutningi þeirra í janúar 2019. Myndi önnur niðurstaða leiða til þess að stjórnvöld gætu valið að vista gögn utan starfsstöðva sinna og láta hjá líða að sinna skráningarskyldu sinni samkvæmt lögum til að koma í veg fyrir að almenningur geti óskað eftir aðgangi að þeim samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga,“ segir í úrskurði ÚNU. Nefndin taldi því að gagnabeiðni Fréttablaðsins hefði verið vísað frá á rangri forsendu, afgreiðsla málsins hefði ekki verið í samræmi við upplýsingalög og rannsóknarreglu stjórnsýslulaganna. Málinu var vísað aftur til FJR og lagt fyrir það að taka efnislega afstöðu í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) hefur fellt úr gildi afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins (FJR) á beiðni Fréttablaðsins um aðgang að fundargerðum og tilteknum bréfum kjararáðs. Fréttablaðið hefur nú í rúma þrettán mánuði reynt að fá aðgang að gögnunum en árangurslaust. Í júní felldi ÚNU úr gildi afgreiðslu kjararáðs á beiðni Fréttablaðsins um aðgang að gögnunum. Er þetta því í annað sinn sem blaðið neyðist til þess að fara með málið fyrir nefndina. Eftir að sá úrskurður lá fyrir sendi blaðið beiðni til FJR vegna þeirra. Það vísaði hins vegar á Þjóðskjalasafnið (ÞSK). ÞSK sagði aftur á móti að hillumetrar þess væru uppurnir og ekki væri því tekið á móti nýjum skjölum. Því væri rétt að beina málinu til FJR. Ráðuneytið sagði hins vegar að það hefði ekki skjölin í sinni vörslu heldur starfsmaður kjararáðs. Það er hins vegar rétt að taka fram að á þessum tíma var starfsmaður ráðsins orðinn starfsmaður ráðuneytisins. Í ljósi þessa sendi Fréttablaðið kæru til ÚNU enda taldi það að umrædd gögn væru sannarlega í vörslu FJR og því bæri ráðuneytinu að taka afstöðu til þess hvort afrit af þeim yrðu veitt eður ei. Fyrir nefndinni sagði FJR að gögnin væru ekki í vörslu þess heldur í geymsluhúsnæði á forræði rekstrarfélags Stjórnarráðsins. ÚNU taldi ljóst að þegar beiðni Fréttablaðsins var lögð fram hefði starfsmaður FJR unnið að frágangi gagnanna til afhendingar til ÞSK. Því væri það engum vafa undirorpið að beiðnin varðaði gögn sem væru fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Skipti þar engu máli hvort gögnin hefðu verið skráð í málaskrá ráðuneytisins eða ekki. „Stjórnvöld geta ekki einhliða ákveðið hvort gögn teljist í þeirra vörslum eða ekki, heldur verður að komast að niðurstöðu um það eftir almennum viðmiðum. Ber þannig að leggja áherslu á möguleika stjórnvalds til að nálgast og vinna með gögnin og sýna gögn málsins að FJR hefur unnið á ýmsan hátt með skjöl kjararáðs, bæði fyrir tilstilli starfsmanns síns sem áður starfaði fyrir ráðið og með flutningi þeirra í janúar 2019. Myndi önnur niðurstaða leiða til þess að stjórnvöld gætu valið að vista gögn utan starfsstöðva sinna og láta hjá líða að sinna skráningarskyldu sinni samkvæmt lögum til að koma í veg fyrir að almenningur geti óskað eftir aðgangi að þeim samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga,“ segir í úrskurði ÚNU. Nefndin taldi því að gagnabeiðni Fréttablaðsins hefði verið vísað frá á rangri forsendu, afgreiðsla málsins hefði ekki verið í samræmi við upplýsingalög og rannsóknarreglu stjórnsýslulaganna. Málinu var vísað aftur til FJR og lagt fyrir það að taka efnislega afstöðu í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira