Landsbankinn gefur ekki upp bílaflota bankatoppa Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. febrúar 2019 07:15 Í ársreikningi eru laun sexmenninganna ekki sundurliðuð en heildarlaun og hlunnindi námu 199,6 milljónum króna á síðasta ári. vísir/vilhelm Landsbankinn sér framkvæmdastjórum sínum sex og bankastjóra fyrir bifreiðum og annast rekstur þeirra að fullu. Bankinn hafnaði beiðni Fréttablaðsins um upplýsingar um kaupverð og hvaða bíltegundir um er að ræða. Bankinn segir að bílarnir sem bankastjórnendurnir fá til fullra afnota séu á af árgerðum 2010 til 2016. Líkt og Fréttablaðið fjallaði um á laugardag þá samanstanda laun bankastjóra og framkvæmdastjóranna sex af launum og bifreiðahlunnindum. Í ráðningarsamningunum er kveðið á um heildarlaun en þar segir að starfsmenn geti farið fram á að bankinn sjái þeim fyrir bifreið. Geri þeir það lækka laun þeirra sem nemur tekjumati ríkisskattstjóra fyrir viðkomandi bifreið. Viðkomandi starfsmenn greiða hlunnindaskatt samkvæmt tekjumati ríkisskattstjóra. Í ljósi 17 prósenta launahækkunar bankastjóra Landsbankans á síðasta ári óskaði Fréttablaðið eftir upplýsingum um hækkanir framkvæmdastjóranna. Í ársreikningi eru laun sexmenninganna ekki sundurliðuð en heildarlaun og hlunnindi námu 199,6 milljónum króna á síðasta ári. Landsbankinn segir að meðaltal launa framkvæmdastjóranna sex hafi hækkað úr 2,6 milljónum króna á mánuði árið 2017 í 2,8 milljónir að meðaltali. Eða 7 prósent. „Skýrist hækkun á þessum lið að mestu vegna kjarasamningsbundinna hækkana,“ segir í svari bankans. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tengdar fréttir Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59 Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47 Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Landsbankinn sér framkvæmdastjórum sínum sex og bankastjóra fyrir bifreiðum og annast rekstur þeirra að fullu. Bankinn hafnaði beiðni Fréttablaðsins um upplýsingar um kaupverð og hvaða bíltegundir um er að ræða. Bankinn segir að bílarnir sem bankastjórnendurnir fá til fullra afnota séu á af árgerðum 2010 til 2016. Líkt og Fréttablaðið fjallaði um á laugardag þá samanstanda laun bankastjóra og framkvæmdastjóranna sex af launum og bifreiðahlunnindum. Í ráðningarsamningunum er kveðið á um heildarlaun en þar segir að starfsmenn geti farið fram á að bankinn sjái þeim fyrir bifreið. Geri þeir það lækka laun þeirra sem nemur tekjumati ríkisskattstjóra fyrir viðkomandi bifreið. Viðkomandi starfsmenn greiða hlunnindaskatt samkvæmt tekjumati ríkisskattstjóra. Í ljósi 17 prósenta launahækkunar bankastjóra Landsbankans á síðasta ári óskaði Fréttablaðið eftir upplýsingum um hækkanir framkvæmdastjóranna. Í ársreikningi eru laun sexmenninganna ekki sundurliðuð en heildarlaun og hlunnindi námu 199,6 milljónum króna á síðasta ári. Landsbankinn segir að meðaltal launa framkvæmdastjóranna sex hafi hækkað úr 2,6 milljónum króna á mánuði árið 2017 í 2,8 milljónir að meðaltali. Eða 7 prósent. „Skýrist hækkun á þessum lið að mestu vegna kjarasamningsbundinna hækkana,“ segir í svari bankans.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tengdar fréttir Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59 Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47 Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59
Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47
Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00