Afkoma einkaréttar ekki í samræmi við póstþjónustulög Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. febrúar 2019 08:00 Íslandspóstur hefur nýtt umframhagnað af einkarétti árin 2016 og 2017 til að mæta tapi af samkeppnisrekstri innan alþjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Nýbirt yfirlit Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um bókhaldslegan aðskilnað Íslandspósts ohf. (ÍSP) fyrir árið 2017 vekur spurningar um hvort verðgrundvöllur gjaldskrár innan einkaréttar hafi verið í samræmi við það sem áskilið er í lögum um póstþjónustu. Gjaldskrá einkaréttar er háð samþykki PFS. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðið (SRN) sendi í upphafi desember PFS bréf þar sem óskað er skýringa á því hvernig eftirliti stofnunarinnar með ÍSP hafi verið háttað. Samkvæmt lögum er óheimilt að niðurgreiða samkeppnisrekstur með tekjum einkaréttar nema að því marki sem nauðsynlegt er til að mæta byrði af alþjónustu. Árið 2016 var afkoma einkaréttar jákvæð um rúmar 497 milljónir og árið 2017 jákvæð um 414 milljónir. Tap af samkeppni innan alþjónustu nam 1,5 milljörðum á sama tíma. Athyglisvert er að í yfirliti PFS um bókhaldslega aðskilnaðinn fyrir árin 2013-2015 er að finna setninguna „Ofangreint yfirlit sýnir að verðgrundvöllur einkaréttar er í samræmi við 16. gr. [póstþjónustulaga]“. Sá texti kemur hins vegar hvergi fyrir í yfirlitum áranna 2016 og 2017 en hagnaður þeirra ára var margfalt meiri en áranna á undan. Fjarvera textans gefur tilefni til að velta upp þeirri spurningu hvort verðgrundvöllur áranna tveggja hafi verið í andstöðu við lögin og þá hvort notendur póstþjónustu hafi verið ofrukkaðir á tímabilinu. Við þetta bætist sú staðreynd að í gjaldskrárákvörðun PFS frá nóvember 2018, þar sem því var hafnað að hækka gjaldskrá einkaréttar frekar, segir að PFS hafi íhugað að afturkalla fyrri ákvörðun sína eftir að afkoma einkaréttar árið 2016 lá fyrir. Samkvæmt lögum um PFS ber stofnuninni meðal annars skylda til að hafa eftirlit með fjárhagsstöðu póstrekenda og að fylgjast með því að starfsemi þeirra sé í samræmi við lög, reglugerðir og ákvarðanir sem um störf þeirra gilda. Í bréfi SRN til PFS, frá í byrjun desember, er kallað eftir upplýsingum um hvernig þessu eftirliti hefur verið háttað. „Með vísan til þess að upplýsingar hafa komið fram um bága fjárhagsstöðu ÍSP sem er alþjónustuveitandi hér á landi er þess farið á leit að stofnunin upplýsi ráðuneytið um það hvernig eftirliti með fjárhagsstöðu fjarskiptafyrirtækja og póstrekenda á íslenskum markaði hefur verið háttað undanfarin fimm ár,“ segir í bréfinu. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira
Nýbirt yfirlit Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um bókhaldslegan aðskilnað Íslandspósts ohf. (ÍSP) fyrir árið 2017 vekur spurningar um hvort verðgrundvöllur gjaldskrár innan einkaréttar hafi verið í samræmi við það sem áskilið er í lögum um póstþjónustu. Gjaldskrá einkaréttar er háð samþykki PFS. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðið (SRN) sendi í upphafi desember PFS bréf þar sem óskað er skýringa á því hvernig eftirliti stofnunarinnar með ÍSP hafi verið háttað. Samkvæmt lögum er óheimilt að niðurgreiða samkeppnisrekstur með tekjum einkaréttar nema að því marki sem nauðsynlegt er til að mæta byrði af alþjónustu. Árið 2016 var afkoma einkaréttar jákvæð um rúmar 497 milljónir og árið 2017 jákvæð um 414 milljónir. Tap af samkeppni innan alþjónustu nam 1,5 milljörðum á sama tíma. Athyglisvert er að í yfirliti PFS um bókhaldslega aðskilnaðinn fyrir árin 2013-2015 er að finna setninguna „Ofangreint yfirlit sýnir að verðgrundvöllur einkaréttar er í samræmi við 16. gr. [póstþjónustulaga]“. Sá texti kemur hins vegar hvergi fyrir í yfirlitum áranna 2016 og 2017 en hagnaður þeirra ára var margfalt meiri en áranna á undan. Fjarvera textans gefur tilefni til að velta upp þeirri spurningu hvort verðgrundvöllur áranna tveggja hafi verið í andstöðu við lögin og þá hvort notendur póstþjónustu hafi verið ofrukkaðir á tímabilinu. Við þetta bætist sú staðreynd að í gjaldskrárákvörðun PFS frá nóvember 2018, þar sem því var hafnað að hækka gjaldskrá einkaréttar frekar, segir að PFS hafi íhugað að afturkalla fyrri ákvörðun sína eftir að afkoma einkaréttar árið 2016 lá fyrir. Samkvæmt lögum um PFS ber stofnuninni meðal annars skylda til að hafa eftirlit með fjárhagsstöðu póstrekenda og að fylgjast með því að starfsemi þeirra sé í samræmi við lög, reglugerðir og ákvarðanir sem um störf þeirra gilda. Í bréfi SRN til PFS, frá í byrjun desember, er kallað eftir upplýsingum um hvernig þessu eftirliti hefur verið háttað. „Með vísan til þess að upplýsingar hafa komið fram um bága fjárhagsstöðu ÍSP sem er alþjónustuveitandi hér á landi er þess farið á leit að stofnunin upplýsi ráðuneytið um það hvernig eftirliti með fjárhagsstöðu fjarskiptafyrirtækja og póstrekenda á íslenskum markaði hefur verið háttað undanfarin fimm ár,“ segir í bréfinu.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira