Gufusprenging á Reykjanesi olli því að jörðin skalf og nötraði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. febrúar 2019 13:39 Skjáskot úr myndbandi af hvernum. Jón Már Guðmundsson Á tólfta tímanum í dag varð kraftmikil gufusprenging í hver við Seltún á Reykjanesi. Að sögn viðstaddra skalf jörðin með tilheyrandi látum auk þess sem stór og mikill gufustrókur steig upp úr hvernum. Stóðu drunurnar yfir í um fimm mínútur. Jón Már Guðmundsson leiðsögumaður er kunnugur staðháttum á svæðinu og segist í samtali við fréttastofu ekki vita til þess að svona hafi gerst áður. „Við erum að labba þarna upp eftir og það byrja svakalegar drunur og jörðin fer að skjálfa. Svo kemur bara gufusprenging upp úr því sem að ég held að sé gömul borhola, það er búið að steypa í kringum hana. Það voru miklar skvettur og læti þarna, sérstaklega til að byrja með.“ Jón Már segir að blessunarlega hafi engir ferðamenn eða aðrir staðið alveg upp við hverinn, þeir næstu hafi verið í um 20 metra fjarlægð á útsýnispalli örlitlu ofan við hann þegar sprengingin átti sér stað. Þá segir hann að þeim Íslendingum sem voru á svæðinu hafi brugðið heldur meira í brún en erlendu ferðamönnunum. „Útlendingarnir áttuðu sig ekki alveg á því sem var að gerast, þeir héldu að þetta væri kannski bara eðlilegt. En Íslendingunum á svæðinu, þeim stóð alls ekki á sama.“ Sjálfur segist Jón Már ekki viss hvað hafi valdið hræringunum á svæðinu. „Ég hef bara aldrei séð svona áður, þetta hlýtur að hafa verið einhver breyting á þrýstingi þarna undir eða eitthvað svoleiðis, án þess að ég hafi nokkuð vit á því.“ Hér að neðan má sjá myndband Jóns Más af hvernum þegar sprengingin var að mestu gengin niður. Þó má enn sjá stóran og mikinn strók sem stígur upp frá hvernum.Orsök og upptök sprengingarinnar liggja ekki fyrir Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir enga óvenjulega jarðskjálftavirkni hafa mælst á svæðinu. „Það er í rauninni ekki mjög óalgengt að það séu minniháttar gassprengingar á svæðinu en það gæti verið að gufumagnið sé örlítið ýkt vegna kulda og stillu.“ Veðurstofan heldur ekki úti mælitækjum á þessu svæði, fyrir utan jarðskjálftamæli í Krýsuvík, þannig að ekki hefur fengist nákvæm niðurstaða á hvað olli jarðhræringunum og gufustróknum sem steig upp í kjölfarið. „Við erum ekki búin að sjá neina óvenjulega jarðskjálftavirkni á svæðinu eftir að hafa farið í gegnum gögnin þar. Við erum ekki með neina gasmæla á svæðinu eða jarðhitamonitora. Við erum ekki að vakta jarðhitann á svæðinu.“ Hafnarfjörður Veður Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verður ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Á tólfta tímanum í dag varð kraftmikil gufusprenging í hver við Seltún á Reykjanesi. Að sögn viðstaddra skalf jörðin með tilheyrandi látum auk þess sem stór og mikill gufustrókur steig upp úr hvernum. Stóðu drunurnar yfir í um fimm mínútur. Jón Már Guðmundsson leiðsögumaður er kunnugur staðháttum á svæðinu og segist í samtali við fréttastofu ekki vita til þess að svona hafi gerst áður. „Við erum að labba þarna upp eftir og það byrja svakalegar drunur og jörðin fer að skjálfa. Svo kemur bara gufusprenging upp úr því sem að ég held að sé gömul borhola, það er búið að steypa í kringum hana. Það voru miklar skvettur og læti þarna, sérstaklega til að byrja með.“ Jón Már segir að blessunarlega hafi engir ferðamenn eða aðrir staðið alveg upp við hverinn, þeir næstu hafi verið í um 20 metra fjarlægð á útsýnispalli örlitlu ofan við hann þegar sprengingin átti sér stað. Þá segir hann að þeim Íslendingum sem voru á svæðinu hafi brugðið heldur meira í brún en erlendu ferðamönnunum. „Útlendingarnir áttuðu sig ekki alveg á því sem var að gerast, þeir héldu að þetta væri kannski bara eðlilegt. En Íslendingunum á svæðinu, þeim stóð alls ekki á sama.“ Sjálfur segist Jón Már ekki viss hvað hafi valdið hræringunum á svæðinu. „Ég hef bara aldrei séð svona áður, þetta hlýtur að hafa verið einhver breyting á þrýstingi þarna undir eða eitthvað svoleiðis, án þess að ég hafi nokkuð vit á því.“ Hér að neðan má sjá myndband Jóns Más af hvernum þegar sprengingin var að mestu gengin niður. Þó má enn sjá stóran og mikinn strók sem stígur upp frá hvernum.Orsök og upptök sprengingarinnar liggja ekki fyrir Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir enga óvenjulega jarðskjálftavirkni hafa mælst á svæðinu. „Það er í rauninni ekki mjög óalgengt að það séu minniháttar gassprengingar á svæðinu en það gæti verið að gufumagnið sé örlítið ýkt vegna kulda og stillu.“ Veðurstofan heldur ekki úti mælitækjum á þessu svæði, fyrir utan jarðskjálftamæli í Krýsuvík, þannig að ekki hefur fengist nákvæm niðurstaða á hvað olli jarðhræringunum og gufustróknum sem steig upp í kjölfarið. „Við erum ekki búin að sjá neina óvenjulega jarðskjálftavirkni á svæðinu eftir að hafa farið í gegnum gögnin þar. Við erum ekki með neina gasmæla á svæðinu eða jarðhitamonitora. Við erum ekki að vakta jarðhitann á svæðinu.“
Hafnarfjörður Veður Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verður ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira