Enski boltinn

Liverpool á toppnum í 100 daga í fyrsta sinn á öldinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Klopp er búinn að fagna oft í vetur.
Klopp er búinn að fagna oft í vetur. vísir/getty
Það er langt síðan gengi Liverpool hefur verið eins gott í ensku úrvalsdeildinni og í vetur. Alls konar tölfræði styður það.

Liðið hefur nú afrekað að vera í toppsæti deildarinnar í samtals 102 daga á þessari leiktíð. Það er nokkuð vel gert.

Það sem meira er þá hefur Liverpool ekki náð að brjóta 100 daga múrinn síðan leiktíðina 1990-91.

Þá var Liverpool að verja titil sinn frá leiktíðinni 1989-90 en það gekk ekki upp því Arsenal varð meistari á eftirminnilegan hátt en Liverpool varð að sætta sig við annað sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×