Enski boltinn

Kóngur ensku úrvalsdeildarinnar á velskri grundu er íslenskur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki í Wales í gær.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki í Wales í gær. Getty/Dan Mullan
Gylfi Þór Sigurðsson átti frábær tímabil með velska liðinu Swansea City og kom að ófáum mörkum á Liberty leikvanginum. Hann var mættur aftur til Wales í gærkvöldi og það var ekki sökum að spyrja.

Gylfi skoraði tvívegis í 3-0 sigri Everton á Aroni Einaru Gunnarssyni og félögum á Cardiff City Stadium.

Opta tölfræðiþjónustan vakti athygli á því eftir fyrra mark hans í gærkvöldi að Gylfi væri efstur á blaði þegar kemur að því að búa til mörk í ensku úrvalsdeildinni á velskri grundu.

Gylfi hefur eftir leikinn alls komið með beinum hætti að 35 mörkum í leikjum í Wales en leikurinn í gærkvöldi var hans 68 leikur í Wales.





Frá því að Gylfi mætti fyrst til Wales í janúar 2012 þá hefur hann fundið sig vel á velskum völlum ensku úrvalsdeildarinnar. Hann naut auðvitað góðs af því að spila lengstum með velsku liði og um leið helming leikja sinna í Wales.

Í þessum 68 leikjum sínum í Wales hefur hann skorað sjálfur 14 mörk og lagt upp 21 mark til viðbótar samkvæmt opinberri tölfræði ensku úrvalsdeildarinnar.

Það má þó færa rök fyrir því að stoðsendingar hans séu eitthvað aðeins fleiri en tölfræðingar ensku úrvalsdeildarinnar eru mjög harðir í því að taka stoðsendingar af mönnum hafi sendingarnar viðkomu í andstæðingi á leið sinni.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir mörkin 35 sem Gylfi Þór Sigurðsson hefur búið til í leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á velskri grundu.

Mörk og stoðsendingar Gylfa Þórs Sigurðssonar í Wales:

Með Swansea City 2011-12: 1 mark og 3 stoðsendingar (4 mörk sköpuð)

Stoðsending á móti Arsenal

Stoðsending á móti Chelsea

Mark á móti Blackburn

Stoðsending á móti Wolves

Með Tottenham 2012-13: 0 mörk og 0 stoðsendingar

Með Tottenham 2013-14: 0 mörk og 0 stoðsendingar

Með Swansea City 2014-15: 3 mörk og 8 stoðsendingar (11 mörk sköpuð)

Stoðsending á móti Burnley

Tvær stoðsendingar á móti West Brom

Tvær stoðsendingar á móti Newcastle

Stoðsending á móti Leicester

Mark á móti Arsenal

Stoðsending á móti Crystal Palace

Mark á móti Aston Villa

Stoðsending á móti Hull

Mark á móti Manchester City

Með Swansea City 2015-16: 4 mörk og 2 stoðsendingar (6 mörk sköpuð)

Stoðsending á móti Manchester United

Mark á móti Sunderland

Mark á móti Crystal Palace

Mark á móti Norwich

Mark á móti Chelsea

Stoðsending á móti Liverpool

Með Swansea City 2016-17: 4 mörk og 8 stoðsendingar (12 mörk sköpuð)

Mark á móti Chelsea

Stoðsending á móti Manchester City

Stoðsending á móti Manchester United

Mark og stoðsending á móti Crystal Palace

Mark og stoðsending á móti Sunderland

Mark og stoðsending á móti Southampton

Stoðsending á móti Leicester

Stoðsending á móti Burnley

Stoðsending á móti Stoke

Með Everton 2017-18: 0 mörk og 0 stoðsendingar

Með Everton 2018-19: 2 mörk og 0 stoðsendingar (2 mörk sköpuð)

Tvö mörk á móti Cardiff


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×