Enski boltinn

Gylfi aftur orðinn markahæsti „sonurinn“ í ensku úrvalsdeildinni í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki í gær en fyrir aftan hann má sjá Aron Einar Gunnarsson.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki í gær en fyrir aftan hann má sjá Aron Einar Gunnarsson. Getty/Dan Mullan
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö mörk í Íslendingaslagnum í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og fór því yfir tíu deildarmarka múrinn á tímabilinu.

Gylfi fékk mikla athygli hjá frétta- og tölfræðimiðlum á Twitter eftir leikinn enda án efa maður kvöldsins í enska boltanum.

Einn af þeim var Squawka Football sem benti lesendum sínum á það að Gylfi Þór Sigurðsson væri nú orðinn markahæsti son-inn í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi deilir reyndar efsta sætinu með Kóreumanninum Son Heung-min en þeir hafa báðir skorað ellefu mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin hans Gylfa í gær.



Klippa: FT Cardiff 0 - 3 Everton


Son Heung-min hefur verið duglegur að skora fyrir Tottenham síðan að hann kom til baka úr Asíukeppninni og þá höfðu þeir Richarlison hjá Everton og Callum Wilson hjá Bournemouth einnig komist upp fyrir Gylfa.

Það má sjá markahæstu leikmennina í ensku úrvalsdeildinni með „son“ í nafninu sínu í samantekt Squawka hér fyrir neðan.





Gylfi byrjaði tímabilið mjög vel en hafði aðeins skorað eitt mark í síðustu átta leikjum fyrir leikinn á móti Cardiff í gærkvöldi. Þetta voru jafnframt fyrstu mörk Gylfa síðan að hann skoraði í tapi á móti Southampton 19. janúar síðastliðinn.

Gylfi fór annars illa með Aron Einar Gunnarsson og félaga hans í Cardiff City á leiktíðinni því auk þess að koma Everton í 2-0 í þessum 3-0 sigri í gærkvöldi þá skoraði Gylfi einnig eina markið í 1-0 sigri í fyrri leiknum á Goodison Park.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×