Vilja skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að Ölfusá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. febrúar 2019 19:15 Frá aðgerðum í dag. Vísir/Jói K. Formlegri leit að Páli Mar Guðjónssyni, sem leitað hefur verið að í Ölfusá í dag og í gær, hefur verið hætt í dag. Lögreglan vill skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að ánni.Páll er talinn hafa ekið bíl sínum út í ána um klukkan 22 í gærkvöldi en fjölmennt lið lögreglu og björgunarsveita, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var kallað út. Umfangsmikil leit hófst aftur í dag en um 100 björgunarsveitarmenn komu að leitinni, sem hefur ekki borið árangur. „Leit er formlega lokið í dag. Það verða sjónpóstar á ánni fram í myrkur og það er búið að skipuleggja leit aftur á morgun. Hún verður ekki jafn umfangsmikil og hún var í dag og svo dregur úr fram að helgi. Svo verður fullur þungi settur í leitina um helgina,“ sagði Garðar Már Garðarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bílar hafa áður farið í ána og hefur hún verið girt af að hluta í grennd við brúna. Engin girðing er þar sem talið er að bílnum hafi verið ekið í ána. Var Garðar Már spurður að því hvort tímabært væri að loka fyrir aðgengi að ánni í bænum. „Það er eitt af því sem við höfum rætt í dag og þarf bara að skoða. Það er ljóst að hún er hættuleg hérna brúnin og þetta er eitthvað sem þarf að vinna með bæjaryfirvöldum,“ sagði Garðar og bætti við slíkt hafi verið rætt óformlega í dag.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var ranglega sagt að nafn Páls væri Pétur. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Árborg Lögreglumál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Nafn mannsins sem leitað er að í Ölfusá Maðurinn sem leitað hefur verið að í og við Ölfusá frá því í gærkvöldi heitir Páll Mar Guðjónsson. 26. febrúar 2019 17:14 Um 100 manns leita að fimmtugum manni við Ölfusá Leitarsvæðið í og við Ölfusá verður allt leitað tvisvar í dag. 26. febrúar 2019 14:21 Reyna að púsla saman atburðarásinni við Ölfusá Lögreglan reynir nú að púsla því saman hvað gerðist í gærkvöldi þegar bíll fór út í Ölfusá við Selfoss en talið er að einn maður hafi verið um borð í bílnum. 26. febrúar 2019 11:51 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Formlegri leit að Páli Mar Guðjónssyni, sem leitað hefur verið að í Ölfusá í dag og í gær, hefur verið hætt í dag. Lögreglan vill skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að ánni.Páll er talinn hafa ekið bíl sínum út í ána um klukkan 22 í gærkvöldi en fjölmennt lið lögreglu og björgunarsveita, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var kallað út. Umfangsmikil leit hófst aftur í dag en um 100 björgunarsveitarmenn komu að leitinni, sem hefur ekki borið árangur. „Leit er formlega lokið í dag. Það verða sjónpóstar á ánni fram í myrkur og það er búið að skipuleggja leit aftur á morgun. Hún verður ekki jafn umfangsmikil og hún var í dag og svo dregur úr fram að helgi. Svo verður fullur þungi settur í leitina um helgina,“ sagði Garðar Már Garðarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bílar hafa áður farið í ána og hefur hún verið girt af að hluta í grennd við brúna. Engin girðing er þar sem talið er að bílnum hafi verið ekið í ána. Var Garðar Már spurður að því hvort tímabært væri að loka fyrir aðgengi að ánni í bænum. „Það er eitt af því sem við höfum rætt í dag og þarf bara að skoða. Það er ljóst að hún er hættuleg hérna brúnin og þetta er eitthvað sem þarf að vinna með bæjaryfirvöldum,“ sagði Garðar og bætti við slíkt hafi verið rætt óformlega í dag.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var ranglega sagt að nafn Páls væri Pétur. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Árborg Lögreglumál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Nafn mannsins sem leitað er að í Ölfusá Maðurinn sem leitað hefur verið að í og við Ölfusá frá því í gærkvöldi heitir Páll Mar Guðjónsson. 26. febrúar 2019 17:14 Um 100 manns leita að fimmtugum manni við Ölfusá Leitarsvæðið í og við Ölfusá verður allt leitað tvisvar í dag. 26. febrúar 2019 14:21 Reyna að púsla saman atburðarásinni við Ölfusá Lögreglan reynir nú að púsla því saman hvað gerðist í gærkvöldi þegar bíll fór út í Ölfusá við Selfoss en talið er að einn maður hafi verið um borð í bílnum. 26. febrúar 2019 11:51 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Nafn mannsins sem leitað er að í Ölfusá Maðurinn sem leitað hefur verið að í og við Ölfusá frá því í gærkvöldi heitir Páll Mar Guðjónsson. 26. febrúar 2019 17:14
Um 100 manns leita að fimmtugum manni við Ölfusá Leitarsvæðið í og við Ölfusá verður allt leitað tvisvar í dag. 26. febrúar 2019 14:21
Reyna að púsla saman atburðarásinni við Ölfusá Lögreglan reynir nú að púsla því saman hvað gerðist í gærkvöldi þegar bíll fór út í Ölfusá við Selfoss en talið er að einn maður hafi verið um borð í bílnum. 26. febrúar 2019 11:51