Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. febrúar 2019 18:47 Listinn sést hér hanga á töflu, að því er virðist í almennu rými á Grand hótel. Mynd/Efling Stéttarfélagið Efling segir það ekki rétt að listi yfir veikindi starfsmanna á Grand hótel í Reykjavík hafi aðeins legið á skrifstofu yfirmanns, líkt og fram kom í máli framkvæmdastjóra hjá Íslandshótelum í dag. Efling birti mynd af listanum, þar sem hann sést hanga í almennu rými á hótelinu, máli sínu til stuðnings nú síðdegis. Efling sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem fyrst var greint frá listanum. Þar var fullyrt að áðurnefndur „skammarlisti“, þar sem nöfnum starfsfólks var raðað eftir því hver tók mesta veikindadaga árinu 2018, hefði hangið uppi á hóteli í Reykjavík. Með fylgdi nærmynd af listanum. Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók hins vegar fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. Listinn hafi aðeins legið inni á skrifstofu yfirmanns og að um væri að ræða eðlilegt yfirlit um veikindi starfsmanna. Efling svaraði svo ummælum framkvæmdastjórans með nýrri mynd af listanum þar sem hann sést hanga uppi á töflu í almennu rými. Í færslu Eflingar, sem birt var á Facebook í dag, segir að framkvæmdastjórinn hafi farið með rangmæli. „Myndin sem við birtum í morgun var tekin í almennu rými fyrir starfsfólk, sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Starfsfólk hefur haft samband við Eflingu til að benda á þessar rangfærslur.“ Ekki náðist í Salvöru Lilju Brandsdóttur, hótelstjóra Grand hótel, við vinnslu þessarar fréttar. Hún sagði í samtali við RÚV í dag að það væri af og frá að listinn hafi hangið uppi fyrir allra augum. Listinn hafi verið á lokaðri stjórnendastöð yfirkokks en síðan farið á flakk. Þá verði hann að sjálfsögðu fjarlægður. Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Stéttarfélagið Efling segir það ekki rétt að listi yfir veikindi starfsmanna á Grand hótel í Reykjavík hafi aðeins legið á skrifstofu yfirmanns, líkt og fram kom í máli framkvæmdastjóra hjá Íslandshótelum í dag. Efling birti mynd af listanum, þar sem hann sést hanga í almennu rými á hótelinu, máli sínu til stuðnings nú síðdegis. Efling sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem fyrst var greint frá listanum. Þar var fullyrt að áðurnefndur „skammarlisti“, þar sem nöfnum starfsfólks var raðað eftir því hver tók mesta veikindadaga árinu 2018, hefði hangið uppi á hóteli í Reykjavík. Með fylgdi nærmynd af listanum. Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók hins vegar fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. Listinn hafi aðeins legið inni á skrifstofu yfirmanns og að um væri að ræða eðlilegt yfirlit um veikindi starfsmanna. Efling svaraði svo ummælum framkvæmdastjórans með nýrri mynd af listanum þar sem hann sést hanga uppi á töflu í almennu rými. Í færslu Eflingar, sem birt var á Facebook í dag, segir að framkvæmdastjórinn hafi farið með rangmæli. „Myndin sem við birtum í morgun var tekin í almennu rými fyrir starfsfólk, sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Starfsfólk hefur haft samband við Eflingu til að benda á þessar rangfærslur.“ Ekki náðist í Salvöru Lilju Brandsdóttur, hótelstjóra Grand hótel, við vinnslu þessarar fréttar. Hún sagði í samtali við RÚV í dag að það væri af og frá að listinn hafi hangið uppi fyrir allra augum. Listinn hafi verið á lokaðri stjórnendastöð yfirkokks en síðan farið á flakk. Þá verði hann að sjálfsögðu fjarlægður.
Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira