Enski boltinn

Pochettino tekur kærunni og biður Dean afsökunar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það fóru nokkrar mínútur í það að hrauna yfir Mike Dean í leikslok
Það fóru nokkrar mínútur í það að hrauna yfir Mike Dean í leikslok vísir/getty
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur beðið Mike Dean dómara opinberlega afsökunar á hegðun sinni í lok leiks Burnley og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Enska knattspyrnusambandið kærði í gær Pochettino fyrir hegðunina og hefur hann ákveðið að áfrýja ekki. Sambandið á enn eftir að dæma í málinu en má búast við að Pochettino fari í bann.

„Ég horfði á upptöku af þessu og sá að ég þarf að samþykkja ákæruna og biðja Mike Dean afsökunar. Ég má ekki hegða mér svona,“ sagði Pochettino á blaðamannafundi fyrir leik Tottenham og Chelsea.

„Hegðunin var á opinberum vettvangi og því vil ég að afsökunarbeiðnin sé opinber. Ég þarf að biðja hann og alla starfsmennina afsökunar.“

Dean átti að vera fjórði dómari á leik Tottenham og Chelsea en enska knattspyrnusambandið ákvað að færa hann af þeim leik.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×