Enski boltinn

Segja Rodgers vera að taka við Leicester

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rodgers hefur meðal annars stýrt liði Liverpool
Rodgers hefur meðal annars stýrt liði Liverpool vísir/getty
Brendan Rodgers verður líklega næsti stjóri Leicester City eftir því sem fjölmiðlar í Englandi halda fram nú í morgun. Hann er komið með formlegt leyfi til þess að ræða við félagið.

Rodgers er núverandi stjóri skoska stórveldisins Celtic og hefur unnið sjö titla í Skotlandi.

Celtic hefur formlega gefið Rodgers leyfi til þess að ræða við enska úrvalsdeildarfélagið, en Claude Puel var rekinn frá Leicester á sunnudag.

Fréttastofa Sky segir Rodgers hafa látið stjórn Leicester vita af því í gær að hann vilji fara.

Leicester er í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, átta stigum frá fallsæti.

Rodgers kom til Celtic árið 2016 frá Liverpool þar sem hann var í stjórastólnum í þrjú ár. Þar áður þjálfaði hann meðal annars Swansea og Reading. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×