Enski boltinn

„Yrði mjög hissa ef Rashford spilar á miðvikudag“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rashford spilaði í gegnum sársaukann allan leikinn í gær
Rashford spilaði í gegnum sársaukann allan leikinn í gær vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær segist ansi hræddur um það að Marcus Rashford sé kominn á langan meiðslalista Manchester United eftir að hafa þraukað í gegnum 90 mínútur gegn Liverpool.

Óheppnin lék við Manchester United í gær og Solskjær neyddist til þess að klára skiptingarnar sínar þrjár í fyrri hálfleik vegna meiðsla.

„Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Þrjú meiðsli aftan í læri í einum hálfleik og það var sparkað í Rashford sem meiddist á ökkla og við hefðum átt að taka hann út af líka,“ sagði Solskjær.

„Það var brotið á Rashford nokkuð oft og undir venjulegum kringumstæðum hefðum við tekið hann af eftir fimm mínútur.“

United mætir Crystal Palace strax á miðvikudag og verður í miklum meiðslavandræðum í þeim leik.

„Ég yrði mjög hissa ef Rashford spilar á miðvikudaginn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×