Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 höldum við áfram að fylgjast með leitinni og rannsókninni á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar í Dublin á Írlandi og nýjustu vendingum málsins. Engin skipulögð leit var í dag en næstu skref verða ákveðin með fjölskyldunni í kvöld.

Við kynnum okkur ástandið í Venesúela en mótmælendur hafa barist við herinn og reynt hefur verið að koma hjálpargögnum inn til landsins. Minnst tveir eru látnir og þrjú hundruð hafa særst. Tveir íslenskir hjálparstarfsmenn hafa starfað við landamærin síðustu vikur.

Við ræðum við móður sem nýverið lauk töku fæðingarorlofs en tekjur hennar voru fimmtíu og sjö þúsund krónur á mánuði. Hún segir að opna þurfi umræðuna um tekjuskerðingu í fæðingarorlofi sem veldur verðandi foreldrum kvíða.

Og við segjum frá nýju frumvarpi forsætisráðherra sem einfaldar fólki að breyta kynskráningu sinni. Verði frumvarpið að lögum verður hægt að skrá sig kynlausan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×