Enski boltinn

Claude Puel rekinn frá Leicester

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Rekinn
Rekinn vísir/getty
Franski knattspyrnustjórinn Claude Puel hefur verið látinn taka pokann sinn hjá enska úrvalsdeildarliðinu Leicester City eftir skell gegn Crystal Palace í gær.

Félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni nú rétt í þessu en þar segir jafnframt að Jacky Bonnevay, aðstoðarmaður Puel, yfirgefi félagið einnig. 

Mike Stowell og Adam Sadler munu sjá um æfingar aðalliðsins á meðan unnið er á ráðningu á nýjum knattspyrnustjóra en næsti leikur Leicester í úrvalsdeildinni er næstkomandi þriðjudag þar sem þeir fá Brighton í heimsókn.

Claude Puel yfirgaf Southampton til að taka við Leicester í október 2017 en liðið er nú í 12.sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 32 stig eftir 27 leiki. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×