Umfjöllun: FH - ÍR 31-26 | FH hafði betur í endurkomu Basta Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Kaplakrika skrifar 24. febrúar 2019 22:15 vísir/bára FH vann ÍR með fimm mörkum 31-26 í Olísdeild karla í Kaplakrika í kvöld. Senuþjófurinn í þessum leik var Sebastian Alexandersson, hinn þrautreyndi markvörður sem er undan farið helst þekktur sem sérfræðingur í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. Það eru vandræði á ÍR-ingum í markvarðarstöðunni og Bjarni Fritzson kallaði á Sebastian í að koma til bjargar. Hann kom inn í markið á 13. mínútu í stöðunni 8-6 fyrir ÍR þegar Stephen Nielsen hafði enn ekki varið bolta í marki ÍR. Hann náði einum vörðum bolta á um sjö mínútum en þá tóku FH-ingar frákastið. FH var með yfirhöndina í fyrri hálfleik en þó voru yfirburðir heimamanna ekki svo miklir. Þeir komust mest í fjögurra marka forskot í fyrri hálfleik og var staðan 17-14 þegar liðin gengu til búningsherbergja. ÍR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og náðu að minnka muninn niður í eitt mark en þá tóku heimamenn aftur við sér. Þrátt fyrir að þeir svarthvítu væru með yfirhöndina tókst þeim aldrei að hrista ÍR-ingana af sér. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum var eins og gestirnir gæfust hálfpartinn upp og FH kláraði leikinn á endasprettinum.Af hverju vann FH? FH leiddi leikinn allan tímann, en þeir voru samt ekki með sérlega sannfærandi yfirburði. Það var ekki fyrr en í lokin sem heimamenn náðu að keyra á ÍR-ingana og drepa leikinn. En lykilmunurinn á liðunum í dag var markvarslan. Hún var frábær í liði heimamanna en ekki upp á marga fiska hjá gestunum.Hverjir stóðu upp úr? Það eru tveir leikmenn sem berjast um titilinn maður leiksins. Annars vegar er það Jóhann Birgir Ingvarsson sem átti stórleik í sókninni og var lang besti maður fyrri hálfleiks en hins vegar Birkir Fannar Bragason. Birkir lokaði markinu í seinni hálfleik og var hreint út sagt stórkostlegur. Hann endaði með tæplega 50 prósenta markvörslu og þar af voru tvö vítaskot.Hvað gekk illa? Það gekk ekkert í markinu hjá ÍR-ingum í fyrri hálfleik. Vissulega var annar markmaðurinn laskaður og hinn að taka skóna af hillunni þar sem þeir voru líklega orðnir vel rykfallnir. En Stephen Nielsen sannaði það í seinni hálfeik að hann getur alveg varið skot í því ástandi sem hann er í, og hann hefði þurft að gera aðeins meira af því í þeim fyrri.Hvað gerist næst?Það er stutt í næstu umferð, hún er bara á fimmtudaginn. Þá fær ÍR KA í heimsókn í Austurbergið en FH fer á Selfoss á föstudaginn í hörkuleik.Halldór Jóhann SigfússonVísir/DaníelHalldór: Ekki fullkominn leikur af okkar hálfu „Mikilvægur sigur á móti sterku ÍR liði. Þeir fóru til Eyja um daginn og kláruðu ÍBV í bikarnum þannig að ég er bara mjög sáttur við fimm marka sigur,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, í leikslok. „Þetta var ekki fullkominn leikur af okkar hálfu en við gerðum það sem þurfti. Við vorum kannski aðeins klókari en þeir á ákveðnum augnablikum í leiknum.“ Hvað fannst honum helst vanta upp á? „Ég var ekki nógu ánægður með 6-0 vörnina, fannst of langt á milli okkar. 5+1 vörnin kom fínt inn í kafla á leiknum. En við héldum og vorum klókir. Það er erfitt að spila á móti ÍR, þeir keyra alltaf í bakið á þér.“ „En að fá á sig 26 mörk og að horfa upp á 4-5 mörk sem við hefðum getað komið í veg fyrir þá er ég bara mjög sáttur.“ Bjarni Fritzsonvísir/báraBjarni: Afhendum þeim leikinn í lokin „Ég er alveg grútfúll með að hafa tapað þessum leik,“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR. „Hann varði allt í markinu Birkir þegar hann kemur inn á. Það er erfitt að vinna handboltaleik svoleiðis. En við vorum inni í leiknum og mér fannst við í lokin aðeins of mikið vera að afhenda þeim leikinn í staðinn fyrir að halda áfram.“ „Við gerum okkur seka um slæma feila, en í heildina vorum við ekki að spila neitt hræðilegan leik.“ Er hægt að segja að það hafi verið neyðarástand í Breiðholtinu að þurfa að hringja í Sebastian Alexandersson til þess að standa í markinu? „Já, Stephen er búinn að vera meiddur. Óðinn fékk leyfi í þessum leik og það var ákveðið fyrir löngu þegar hann var þriðji markmaður.“ „Ég er þakklátur fyrir Basta að hjálpa okkur.“ ÍR er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. „Við lítum vel út og við erum hugrakkir og látum vaða á þetta allt saman. Mér finnst við spila góðan bolta og höldum áfram að spila okkar bolta.“ Olís-deild karla
FH vann ÍR með fimm mörkum 31-26 í Olísdeild karla í Kaplakrika í kvöld. Senuþjófurinn í þessum leik var Sebastian Alexandersson, hinn þrautreyndi markvörður sem er undan farið helst þekktur sem sérfræðingur í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. Það eru vandræði á ÍR-ingum í markvarðarstöðunni og Bjarni Fritzson kallaði á Sebastian í að koma til bjargar. Hann kom inn í markið á 13. mínútu í stöðunni 8-6 fyrir ÍR þegar Stephen Nielsen hafði enn ekki varið bolta í marki ÍR. Hann náði einum vörðum bolta á um sjö mínútum en þá tóku FH-ingar frákastið. FH var með yfirhöndina í fyrri hálfleik en þó voru yfirburðir heimamanna ekki svo miklir. Þeir komust mest í fjögurra marka forskot í fyrri hálfleik og var staðan 17-14 þegar liðin gengu til búningsherbergja. ÍR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og náðu að minnka muninn niður í eitt mark en þá tóku heimamenn aftur við sér. Þrátt fyrir að þeir svarthvítu væru með yfirhöndina tókst þeim aldrei að hrista ÍR-ingana af sér. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum var eins og gestirnir gæfust hálfpartinn upp og FH kláraði leikinn á endasprettinum.Af hverju vann FH? FH leiddi leikinn allan tímann, en þeir voru samt ekki með sérlega sannfærandi yfirburði. Það var ekki fyrr en í lokin sem heimamenn náðu að keyra á ÍR-ingana og drepa leikinn. En lykilmunurinn á liðunum í dag var markvarslan. Hún var frábær í liði heimamanna en ekki upp á marga fiska hjá gestunum.Hverjir stóðu upp úr? Það eru tveir leikmenn sem berjast um titilinn maður leiksins. Annars vegar er það Jóhann Birgir Ingvarsson sem átti stórleik í sókninni og var lang besti maður fyrri hálfleiks en hins vegar Birkir Fannar Bragason. Birkir lokaði markinu í seinni hálfleik og var hreint út sagt stórkostlegur. Hann endaði með tæplega 50 prósenta markvörslu og þar af voru tvö vítaskot.Hvað gekk illa? Það gekk ekkert í markinu hjá ÍR-ingum í fyrri hálfleik. Vissulega var annar markmaðurinn laskaður og hinn að taka skóna af hillunni þar sem þeir voru líklega orðnir vel rykfallnir. En Stephen Nielsen sannaði það í seinni hálfeik að hann getur alveg varið skot í því ástandi sem hann er í, og hann hefði þurft að gera aðeins meira af því í þeim fyrri.Hvað gerist næst?Það er stutt í næstu umferð, hún er bara á fimmtudaginn. Þá fær ÍR KA í heimsókn í Austurbergið en FH fer á Selfoss á föstudaginn í hörkuleik.Halldór Jóhann SigfússonVísir/DaníelHalldór: Ekki fullkominn leikur af okkar hálfu „Mikilvægur sigur á móti sterku ÍR liði. Þeir fóru til Eyja um daginn og kláruðu ÍBV í bikarnum þannig að ég er bara mjög sáttur við fimm marka sigur,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, í leikslok. „Þetta var ekki fullkominn leikur af okkar hálfu en við gerðum það sem þurfti. Við vorum kannski aðeins klókari en þeir á ákveðnum augnablikum í leiknum.“ Hvað fannst honum helst vanta upp á? „Ég var ekki nógu ánægður með 6-0 vörnina, fannst of langt á milli okkar. 5+1 vörnin kom fínt inn í kafla á leiknum. En við héldum og vorum klókir. Það er erfitt að spila á móti ÍR, þeir keyra alltaf í bakið á þér.“ „En að fá á sig 26 mörk og að horfa upp á 4-5 mörk sem við hefðum getað komið í veg fyrir þá er ég bara mjög sáttur.“ Bjarni Fritzsonvísir/báraBjarni: Afhendum þeim leikinn í lokin „Ég er alveg grútfúll með að hafa tapað þessum leik,“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR. „Hann varði allt í markinu Birkir þegar hann kemur inn á. Það er erfitt að vinna handboltaleik svoleiðis. En við vorum inni í leiknum og mér fannst við í lokin aðeins of mikið vera að afhenda þeim leikinn í staðinn fyrir að halda áfram.“ „Við gerum okkur seka um slæma feila, en í heildina vorum við ekki að spila neitt hræðilegan leik.“ Er hægt að segja að það hafi verið neyðarástand í Breiðholtinu að þurfa að hringja í Sebastian Alexandersson til þess að standa í markinu? „Já, Stephen er búinn að vera meiddur. Óðinn fékk leyfi í þessum leik og það var ákveðið fyrir löngu þegar hann var þriðji markmaður.“ „Ég er þakklátur fyrir Basta að hjálpa okkur.“ ÍR er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. „Við lítum vel út og við erum hugrakkir og látum vaða á þetta allt saman. Mér finnst við spila góðan bolta og höldum áfram að spila okkar bolta.“
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti