Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Grótta 25-21 | Skyldusigur Hauka Guðlaugur Valgeirsson í Schenker-höllinni að Ásvöllum skrifar 24. febrúar 2019 18:45 Ásgeir Örn og félagar náðu í tvö stig í dag. vísir/bára Haukar tóku á móti Gróttu í dag í 16.umferð Olís deildar karla. Leikurinn fór fram í Schenkerhöllinni. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik sýndu Haukar styrk sinn í síðari hálfleik og unnu að lokum 4 marka sigur, 25-21. Haukar byrjuðu betur í dag og komust í 4-1 eftir fimm mínútur. Þeir héldu áfram að leiða með 3 mörkum en í stöðunni 8-5 skoruðu þeir ekki mark í um 10 mínútur. Grótta hinsvegar skoraði aðeins 3 á þeim kafla og var staðan því jöfn 8-8. Bæði lið voru að gera sig sek um mikið af tæknifeilum en liðið voru saman með 15 tapaða bolta í fyrri hálfleik. Haukar náðu að enda hálfleikinn vel og voru yfir, 11-10 í hálfleik. Alveg eins og í fyrri hálfleik þá byrjuðu Gróttumenn ekki nógu vel í þeim síðari og Haukar náðu fljótt 4 marka forystu sem þeir héldu út leikinn. Gróttumenn reyndu að saxa á Haukana en því miður þá gekk það ekki í dag. Nýting liðsins var ekki nógu góð og liðið tapaði alltof mörgum boltum sem varð til þess að Haukar sigldu þessu nokkuð þægilega í höfn, 25-21 varð lokastaðan. Halldór Ingi Jónasson leikmaður Hauka fékk þó að líta rauða spjaldið þegar um 3 mínútur voru eftir en hann fór í andlitið á Ásmundi Atlasyni leikmanni Gróttu. Af hverju unnu Haukar? Bæði lið voru í töluverðum vandræðum í dag en Haukar höfðu þó nógu mikla reynslu til að klára þetta. Að auki var Grétar Ari frábær í markinu og hélt sínum mönnum alltaf í forystu. Hverjir stóðu upp úr? Í liði Hauka var Grétar Ari Guðjónsson klárlega bestur, hann varði 17 skot þar af 1 víti og endaði leikinn með um 45% markvörslu. Markahæstur heimamanna var Atli Már Bárusson en hann skoraði 7 mörk þar af 5 víti. Hjá gestunum var Hreiðar Levý Guðmundsson öflugur í markinu með 14 varða bolta eða 36% markvörslu. Markahæstur gestanna var Magnús Öder Einarsson en hann endaði með 8 mörk úr 15 skotum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða. Bæði lið voru í allskonar vandræðum í sókninni og liðin voru með um það bil 30 tapaða bolta sem á auðvitað ekki að sjást í efstu deild í handbolta. Færanýting Gróttumanna var einnig ekki nógu góð og þeir voru á tímum alltof óþolinmóðir í sókninni Hvað gerist næst? Grótta tekur á móti Fram í stórleik í fallbaráttunni næstkomandi fimmtudag í Hertz höllinni á meðan Haukar fara í Garðabæinn og mæta Stjörnunni í TM Höllinni. Einar Jóns: Ég er aldrei sammála dómurunum Einar Jónsson þjálfari Gróttu var svekktur eftir tap sinna manna gegn Haukum í dag. „Ég er svekktur með tap og það er alltaf leiðinlegt að tapa og ég hefði viljað fá stig eða 2 stig hérna í dag en frammistaðan var jákvæð og við getum tekið það úr leiknum.” Hann sagði að það væri klárlega svekkjandi að hafa ekki náð að taka stig úr leiknum miðað við stöðuna í hálfleik og vandræðin sem Haukarnir voru í. „Við erum svolítið sjálfum okkur verstir. Hefðum getað verið yfir í hálfleik og ætluðum að fylgja því eftir inn í seinni hálfleik en við byrjum báða hálfleika illa og að elta Hauka er mjög erfitt.” „En vandræðin sem þeir lenda í koma vegna þess að við erum bara að spila hörkuvörn og við gátum kannski með smá heppni og betri nýtingu náð að stela stigi.” Einar sagði að liðið hafi verið með aðeins of mikið af töpuðum boltum í dag en bæði lið voru oft á tíðum að kasta boltanum frá sér eða gera klaufaleg mistök. „Það má ekki á móti svona góðu liði eins og Haukum, tapa þetta mörgum boltum og það er margt sem við getum lagað en kannski eru Haukarnir einu númeri of stórir fyrir okkur.” Hann segist líta á Fram leikinn sem ákveðinn úrslitaleik í fallbaráttunni og segir þá vera með frábært lið sem þurfi að undirbúa sig vel undir. Það verði verðugt verkefni í næstu umferð. Að lokum sagðist hann ekkert geta tjáð sig varðandi rauða spjaldið sem Halldór Ingi fékk fyrir að fara í Ásmund Atlason. „Ég er aldrei sammála dómurunum. Ég sá þetta reyndar ekki og ég man ekkert hver fékk rautt en þeir dæmdu samt vel í dag og voru góðir þannig ég treysti þeim alveg fyrir þessari ákvörðun.” Gunni Magg: Allir sigrar eru mikilvægir Gunnar Magnússon þjálfari Hauka var sáttur með stigin tvö eftir sigur sinna manna gegn Gróttu í dag. „Allir sigrar eru mikilvægir og öll stig eru mikilvæg og því er ég sáttur með sigurinn. Ég er mjög sáttur með vörn og markvörslu í sextíu mínútur en sóknarlega í fyrri hálfleik vorum við ekki nógu góðir en við sem betur fer löguðum það í síðari hálfleik.” Haukar lentu í því að ná ekki að skora í rúmlega tíu mínútur á kafla í fyrri hálfleik, Gunni sagði það vera vegna agaleysis í sókninni. „Ég myndi segja að það vera vegna agaleysis frekar en kæruleysis. Mikið af töpuðum boltum og tæknifeilum og Hreiðar líka að verja vel. Við vorum líka hægir en við löguðum það sem betur fer og því fór sem fór.” Hann sagði að lokum að miðað við það sem hann sá þá var rauða spjaldið á Halldór Inga rétt en honum sýndist hann fara í andlitið á Ásmundi og miðað við línuna sem hefur verið í vetur þá er það rautt spjald. Grétar Ari: Auðvitað heillar atvinnumennskan Grétar Ari Guðjónsson markmaður Hauka var líklega maður leiksins í dag en hann var mjög góður og endaði með rétt undir 50% markvörslu. Hann var mjög sáttur með sigurinn en sagði að þeir þyrftu að skoða sóknarleikinn. „Við erum sáttir með að klára leikinn en ekki sáttir með sóknarleikinn. Við höfum lent í þessu áður en náum sem betur fer að klára þetta.” „Þrátt fyrir hikst í sókninni þá breytist vörnin aldrei og það gekk vel hjá mér í dag og það skilaði sigri fyrir okkur.” Varðandi framhaldið segir hann allt geta gerst varðandi deildarmeistaratitilinn og ef þeir ná að halda áfram að vinna þá geta þeir unnið titilinn. Grétar sagði að lokum að atvinnumennskan heilli en hann hafi samt allt sem þarf í dag hjá Haukum. „Auðvitað heillar atvinnumennskan en ég er á góðum stað í dag með góðan markmannsþjálfara og í góðu liði. Það þarf að vera rétt lið og gott tilboð til að ég fari út,” sagði Grétar að lokum. Olís-deild karla
Haukar tóku á móti Gróttu í dag í 16.umferð Olís deildar karla. Leikurinn fór fram í Schenkerhöllinni. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik sýndu Haukar styrk sinn í síðari hálfleik og unnu að lokum 4 marka sigur, 25-21. Haukar byrjuðu betur í dag og komust í 4-1 eftir fimm mínútur. Þeir héldu áfram að leiða með 3 mörkum en í stöðunni 8-5 skoruðu þeir ekki mark í um 10 mínútur. Grótta hinsvegar skoraði aðeins 3 á þeim kafla og var staðan því jöfn 8-8. Bæði lið voru að gera sig sek um mikið af tæknifeilum en liðið voru saman með 15 tapaða bolta í fyrri hálfleik. Haukar náðu að enda hálfleikinn vel og voru yfir, 11-10 í hálfleik. Alveg eins og í fyrri hálfleik þá byrjuðu Gróttumenn ekki nógu vel í þeim síðari og Haukar náðu fljótt 4 marka forystu sem þeir héldu út leikinn. Gróttumenn reyndu að saxa á Haukana en því miður þá gekk það ekki í dag. Nýting liðsins var ekki nógu góð og liðið tapaði alltof mörgum boltum sem varð til þess að Haukar sigldu þessu nokkuð þægilega í höfn, 25-21 varð lokastaðan. Halldór Ingi Jónasson leikmaður Hauka fékk þó að líta rauða spjaldið þegar um 3 mínútur voru eftir en hann fór í andlitið á Ásmundi Atlasyni leikmanni Gróttu. Af hverju unnu Haukar? Bæði lið voru í töluverðum vandræðum í dag en Haukar höfðu þó nógu mikla reynslu til að klára þetta. Að auki var Grétar Ari frábær í markinu og hélt sínum mönnum alltaf í forystu. Hverjir stóðu upp úr? Í liði Hauka var Grétar Ari Guðjónsson klárlega bestur, hann varði 17 skot þar af 1 víti og endaði leikinn með um 45% markvörslu. Markahæstur heimamanna var Atli Már Bárusson en hann skoraði 7 mörk þar af 5 víti. Hjá gestunum var Hreiðar Levý Guðmundsson öflugur í markinu með 14 varða bolta eða 36% markvörslu. Markahæstur gestanna var Magnús Öder Einarsson en hann endaði með 8 mörk úr 15 skotum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða. Bæði lið voru í allskonar vandræðum í sókninni og liðin voru með um það bil 30 tapaða bolta sem á auðvitað ekki að sjást í efstu deild í handbolta. Færanýting Gróttumanna var einnig ekki nógu góð og þeir voru á tímum alltof óþolinmóðir í sókninni Hvað gerist næst? Grótta tekur á móti Fram í stórleik í fallbaráttunni næstkomandi fimmtudag í Hertz höllinni á meðan Haukar fara í Garðabæinn og mæta Stjörnunni í TM Höllinni. Einar Jóns: Ég er aldrei sammála dómurunum Einar Jónsson þjálfari Gróttu var svekktur eftir tap sinna manna gegn Haukum í dag. „Ég er svekktur með tap og það er alltaf leiðinlegt að tapa og ég hefði viljað fá stig eða 2 stig hérna í dag en frammistaðan var jákvæð og við getum tekið það úr leiknum.” Hann sagði að það væri klárlega svekkjandi að hafa ekki náð að taka stig úr leiknum miðað við stöðuna í hálfleik og vandræðin sem Haukarnir voru í. „Við erum svolítið sjálfum okkur verstir. Hefðum getað verið yfir í hálfleik og ætluðum að fylgja því eftir inn í seinni hálfleik en við byrjum báða hálfleika illa og að elta Hauka er mjög erfitt.” „En vandræðin sem þeir lenda í koma vegna þess að við erum bara að spila hörkuvörn og við gátum kannski með smá heppni og betri nýtingu náð að stela stigi.” Einar sagði að liðið hafi verið með aðeins of mikið af töpuðum boltum í dag en bæði lið voru oft á tíðum að kasta boltanum frá sér eða gera klaufaleg mistök. „Það má ekki á móti svona góðu liði eins og Haukum, tapa þetta mörgum boltum og það er margt sem við getum lagað en kannski eru Haukarnir einu númeri of stórir fyrir okkur.” Hann segist líta á Fram leikinn sem ákveðinn úrslitaleik í fallbaráttunni og segir þá vera með frábært lið sem þurfi að undirbúa sig vel undir. Það verði verðugt verkefni í næstu umferð. Að lokum sagðist hann ekkert geta tjáð sig varðandi rauða spjaldið sem Halldór Ingi fékk fyrir að fara í Ásmund Atlason. „Ég er aldrei sammála dómurunum. Ég sá þetta reyndar ekki og ég man ekkert hver fékk rautt en þeir dæmdu samt vel í dag og voru góðir þannig ég treysti þeim alveg fyrir þessari ákvörðun.” Gunni Magg: Allir sigrar eru mikilvægir Gunnar Magnússon þjálfari Hauka var sáttur með stigin tvö eftir sigur sinna manna gegn Gróttu í dag. „Allir sigrar eru mikilvægir og öll stig eru mikilvæg og því er ég sáttur með sigurinn. Ég er mjög sáttur með vörn og markvörslu í sextíu mínútur en sóknarlega í fyrri hálfleik vorum við ekki nógu góðir en við sem betur fer löguðum það í síðari hálfleik.” Haukar lentu í því að ná ekki að skora í rúmlega tíu mínútur á kafla í fyrri hálfleik, Gunni sagði það vera vegna agaleysis í sókninni. „Ég myndi segja að það vera vegna agaleysis frekar en kæruleysis. Mikið af töpuðum boltum og tæknifeilum og Hreiðar líka að verja vel. Við vorum líka hægir en við löguðum það sem betur fer og því fór sem fór.” Hann sagði að lokum að miðað við það sem hann sá þá var rauða spjaldið á Halldór Inga rétt en honum sýndist hann fara í andlitið á Ásmundi og miðað við línuna sem hefur verið í vetur þá er það rautt spjald. Grétar Ari: Auðvitað heillar atvinnumennskan Grétar Ari Guðjónsson markmaður Hauka var líklega maður leiksins í dag en hann var mjög góður og endaði með rétt undir 50% markvörslu. Hann var mjög sáttur með sigurinn en sagði að þeir þyrftu að skoða sóknarleikinn. „Við erum sáttir með að klára leikinn en ekki sáttir með sóknarleikinn. Við höfum lent í þessu áður en náum sem betur fer að klára þetta.” „Þrátt fyrir hikst í sókninni þá breytist vörnin aldrei og það gekk vel hjá mér í dag og það skilaði sigri fyrir okkur.” Varðandi framhaldið segir hann allt geta gerst varðandi deildarmeistaratitilinn og ef þeir ná að halda áfram að vinna þá geta þeir unnið titilinn. Grétar sagði að lokum að atvinnumennskan heilli en hann hafi samt allt sem þarf í dag hjá Haukum. „Auðvitað heillar atvinnumennskan en ég er á góðum stað í dag með góðan markmannsþjálfara og í góðu liði. Það þarf að vera rétt lið og gott tilboð til að ég fari út,” sagði Grétar að lokum.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti