Lögmaður FA telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 14:15 Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum. Bændasamtökin lýsa aftur á móti miklum vonbrigðum og segja landbúnaðarráðherra gefast upp í baráttunni við að verja lýðheilsu og íslenska búfjárstofna. Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar var birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar er kveðið á um afnám núverandi leyfisveitingakerfis vegna innflutnings á ákveðnum landbúnaðarafurðum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Samhliða kynnir ráðuneytið aðgerðaráætlun í tólf liðum til að bregðast við áhrifum dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands sem fallið hafa gegn íslenska ríkinu vegna skilyrða fyrir innflutningi tiltekinna landbúnaðarafurða. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Félags atvinnurekenda, segir frumvarpið löngu tímabært. „Fyrst og fremst er því fagnað að ráðherra skuli leysa loksins úr þessu samningsbroti sem hefur verið hér viðvarandi og verið staðfest bæði af Hæstarétti og EFTA-dómstólnum. Þetta hefur verið barátta alveg frá því að ekki var staðið við samningsskuldbindingu íslenska ríkisins á sínum tíma þá hefur verið lagt mikið kapp á að ná þessu í gegn og í sjálfu sér bara sjálfstætt áhyggjuefni hvað það tekur langan tíma að leysa úr svona málum,“ segir Páll Rúnar. Bændasamtökin furða sig á ákvörðun ráðherra og telja að frumvarpið muni valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni og að lýðheilsu og búfjárheilsu verði stefnt í hættu. Páll Rúnar telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar. „Það er komið til móts við þessi sjónarmið í frumvarpinu eins og fram er komið og eins og ESB hefur boðið upp á, til dæmis hefur Evrópusambandið fallist á viðræður og ráðstafanir gegn áhættu á kamfýlóbaktersmiti í innfluttum alifuglaafurðum og þetta er eitt af þeim sjónarmiðum sem er komið er til móts við og í raun er þetta í samræmi við skýrslu sérfræðinga sem skiluðu þessari sömu niðurstöðu sem Félag atvinnurekenda hefur þegar aflað.“Athugasemd frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 22. febrúar:Í fréttum undanfarna daga hefur verið fullyrt að í tengslum við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um innflutning á m.a. ófrystu kjöti sé fyrirhugað að heimila dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurafurðum. Kemur þetta m.a. fram í yfirlýsingu stjórnar Bændasamtaka Íslands frá því í fyrradag og í fréttaskýringu á forsíðu Morgunblaðsins í dag þar sem fullyrt er um skaðlegar afleiðingar meintra breytinga.Vegna þessa vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ítreka að ekki er fyrirhugað í tengslum við boðaðar breytingar að gera neinar breytingar á núgildandi regluverki um innflutning og dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurvörum. Framangreint leiðréttist hér með. Alþingi Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15 „Hafið yfir vafa að innflutningurinn mun valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni“ Bændasamtökin eru harðorð í garð landbúnaðarráðherra og ríkisstjórnarinnar vegna frumvarps um innflutning á hráu kjöti. 21. febrúar 2019 10:19 Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum. Bændasamtökin lýsa aftur á móti miklum vonbrigðum og segja landbúnaðarráðherra gefast upp í baráttunni við að verja lýðheilsu og íslenska búfjárstofna. Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar var birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar er kveðið á um afnám núverandi leyfisveitingakerfis vegna innflutnings á ákveðnum landbúnaðarafurðum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Samhliða kynnir ráðuneytið aðgerðaráætlun í tólf liðum til að bregðast við áhrifum dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands sem fallið hafa gegn íslenska ríkinu vegna skilyrða fyrir innflutningi tiltekinna landbúnaðarafurða. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Félags atvinnurekenda, segir frumvarpið löngu tímabært. „Fyrst og fremst er því fagnað að ráðherra skuli leysa loksins úr þessu samningsbroti sem hefur verið hér viðvarandi og verið staðfest bæði af Hæstarétti og EFTA-dómstólnum. Þetta hefur verið barátta alveg frá því að ekki var staðið við samningsskuldbindingu íslenska ríkisins á sínum tíma þá hefur verið lagt mikið kapp á að ná þessu í gegn og í sjálfu sér bara sjálfstætt áhyggjuefni hvað það tekur langan tíma að leysa úr svona málum,“ segir Páll Rúnar. Bændasamtökin furða sig á ákvörðun ráðherra og telja að frumvarpið muni valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni og að lýðheilsu og búfjárheilsu verði stefnt í hættu. Páll Rúnar telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar. „Það er komið til móts við þessi sjónarmið í frumvarpinu eins og fram er komið og eins og ESB hefur boðið upp á, til dæmis hefur Evrópusambandið fallist á viðræður og ráðstafanir gegn áhættu á kamfýlóbaktersmiti í innfluttum alifuglaafurðum og þetta er eitt af þeim sjónarmiðum sem er komið er til móts við og í raun er þetta í samræmi við skýrslu sérfræðinga sem skiluðu þessari sömu niðurstöðu sem Félag atvinnurekenda hefur þegar aflað.“Athugasemd frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 22. febrúar:Í fréttum undanfarna daga hefur verið fullyrt að í tengslum við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um innflutning á m.a. ófrystu kjöti sé fyrirhugað að heimila dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurafurðum. Kemur þetta m.a. fram í yfirlýsingu stjórnar Bændasamtaka Íslands frá því í fyrradag og í fréttaskýringu á forsíðu Morgunblaðsins í dag þar sem fullyrt er um skaðlegar afleiðingar meintra breytinga.Vegna þessa vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ítreka að ekki er fyrirhugað í tengslum við boðaðar breytingar að gera neinar breytingar á núgildandi regluverki um innflutning og dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurvörum. Framangreint leiðréttist hér með.
Alþingi Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15 „Hafið yfir vafa að innflutningurinn mun valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni“ Bændasamtökin eru harðorð í garð landbúnaðarráðherra og ríkisstjórnarinnar vegna frumvarps um innflutning á hráu kjöti. 21. febrúar 2019 10:19 Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15
„Hafið yfir vafa að innflutningurinn mun valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni“ Bændasamtökin eru harðorð í garð landbúnaðarráðherra og ríkisstjórnarinnar vegna frumvarps um innflutning á hráu kjöti. 21. febrúar 2019 10:19
Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent