Frumvarpið var fyrst lagt fram árið 2016 af Pawel Bartoszek, þáverandi þingmanni Viðreisnar og nú borgarfulltrúa flokksins.
Það var svo Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sem mælti fyrir málinu á yfirstandandi þingi.
Með samþykkt frumvarpsins fellur á brott 4. töluliður 1. málsgreinar 6. greinar laganna sem kvað á um að íslenskur ríkisborgararéttur væri skilyrði þess að fá skipun eða ráðningu í starf hjá ríkinu.