„Hafið yfir vafa að innflutningurinn mun valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 10:19 Sindri Sigurgeirsson er formaður Bændasamtaka Íslands. Vísir/Arnar Bændasamtökin segja það mikil vonbrigði að Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra, „skuli gefast upp í baráttunni við að halda upp rétti okkar Íslendingatil að verja lýðheilsu og íslenska búfjárstofna.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu samtakanna vegna frumvarps sem Kristján Þórs um að leyfa innflutning á hráu kjöti og hráum eggjum. Á sama tíma á að bregðast við með mótvægisaðgerðum svo verja megi íslenska búfjárstofna. Yfirlýsing Bændasamtakanna er nokkuð harðorð en þar segir meðal annars: „Fyrirætlun ráðherra er kynnt þrátt fyrir varnaðarorð fjölda fólks í gegnum tíðina, s.s. lækna, vísindamanna, bænda og stjórnmálamanna. Bent hefur verið á að aukinn innflutningur muni fjölga sýkingum í mönnum, ógna viðkvæmum búfjárstofnum og auka líkurnar á því að nær alónæmar bakteríur nái hér fótfestu. Ábyrgð ráðherra er mikil og furðulegt að ríkisstjórn, sem hefur talað um á tyllidögum að efla íslenska matvælaframleiðslu, skuli fara fram með þessum hætti. Bændasamtökin lýsa fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum í málinu.“Mótvægisaðgerðirnar góðar að mati yfirlæknis Í Fréttablaðinu í dag er rætt við Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans, en hann hefur bent á þær hættur sem skapast af óheftum innflutningi á hráu kjöti til landsins. Að hans mati eru mótvægisaðgerðirnar sem boðaðar eru í frumvarpinu góðar og hægt að sættast á frumvarpið verði mótvægisaðgerðunum framfylgt. Þá hefur Félag atvinnurekenda fagnað frumvarpinu og segir að með samþykkt þess muni loks ljúka áratugalöngum brotum íslenskra stjórnvalda á EES-samningnum. Að mati Bændasamtakanna er hagsmunum landbúnaðarins aftur á móti fórnað fyrir hagsmuni heildsala „sem vilja flytja inn erlendan mat í stórum stíl,“ eins og það er orðað í yfirlýsingunni. „Viðskiptahagsmunir eru teknir fram yfir heilbrigðisrök. Búfjárheilsa er látin lönd leið og bitlausar varnir í aðgerðaáætlun landbúnaðarráðherra duga skammt. Það er þverstæða að kynna til sögunnar aðgerðaáætlun til að auka matvælaöryggi á sama tíma og innflutningur á hráu ófrosnu kjöti, eggjum og ógerilsneyddum mjólkurafurðum er heimilaður. Við eigum hreina og heilbrigða búfjárstofna og erum heppin að því leyti að matvælasýkingar eru fátíðar hérlendis. Það er beinlínis skylda okkar að viðhalda þeirri góðu stöðu. Það er hafið yfir vafa að innflutningurinn mun valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni og ógna bæði lýðheilsu og búfjárheilsu. Ísland er ekki aðili að evrópskum tryggingarsjóðum sem bæta tjón ef upp koma alvarlegar sýkingar í landbúnaði og þyrfti ríkisvaldið ásamt bændum að bera slíkar byrðar.“Athugasemd frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 22. febrúar:Í fréttum undanfarna daga hefur verið fullyrt að í tengslum við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um innflutning á m.a. ófrystu kjöti sé fyrirhugað að heimila dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurafurðum. Kemur þetta m.a. fram í yfirlýsingu stjórnar Bændasamtaka Íslands frá því í fyrradag og í fréttaskýringu á forsíðu Morgunblaðsins í dag þar sem fullyrt er um skaðlegar afleiðingar meintra breytinga.Vegna þessa vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ítreka að ekki er fyrirhugað í tengslum við boðaðar breytingar að gera neinar breytingar á núgildandi regluverki um innflutning og dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurvörum. Framangreint leiðréttist hér með. Alþingi Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Leggja til afnám leyfisveitingakerfisins vegna innflutnings á kjöti og eggjum Íslenska ríkið mátti ekki takmarka innflutning erlends kjöts við að það hefði verið fryst. 20. febrúar 2019 17:41 Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Bændasamtökin segja það mikil vonbrigði að Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra, „skuli gefast upp í baráttunni við að halda upp rétti okkar Íslendingatil að verja lýðheilsu og íslenska búfjárstofna.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu samtakanna vegna frumvarps sem Kristján Þórs um að leyfa innflutning á hráu kjöti og hráum eggjum. Á sama tíma á að bregðast við með mótvægisaðgerðum svo verja megi íslenska búfjárstofna. Yfirlýsing Bændasamtakanna er nokkuð harðorð en þar segir meðal annars: „Fyrirætlun ráðherra er kynnt þrátt fyrir varnaðarorð fjölda fólks í gegnum tíðina, s.s. lækna, vísindamanna, bænda og stjórnmálamanna. Bent hefur verið á að aukinn innflutningur muni fjölga sýkingum í mönnum, ógna viðkvæmum búfjárstofnum og auka líkurnar á því að nær alónæmar bakteríur nái hér fótfestu. Ábyrgð ráðherra er mikil og furðulegt að ríkisstjórn, sem hefur talað um á tyllidögum að efla íslenska matvælaframleiðslu, skuli fara fram með þessum hætti. Bændasamtökin lýsa fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum í málinu.“Mótvægisaðgerðirnar góðar að mati yfirlæknis Í Fréttablaðinu í dag er rætt við Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans, en hann hefur bent á þær hættur sem skapast af óheftum innflutningi á hráu kjöti til landsins. Að hans mati eru mótvægisaðgerðirnar sem boðaðar eru í frumvarpinu góðar og hægt að sættast á frumvarpið verði mótvægisaðgerðunum framfylgt. Þá hefur Félag atvinnurekenda fagnað frumvarpinu og segir að með samþykkt þess muni loks ljúka áratugalöngum brotum íslenskra stjórnvalda á EES-samningnum. Að mati Bændasamtakanna er hagsmunum landbúnaðarins aftur á móti fórnað fyrir hagsmuni heildsala „sem vilja flytja inn erlendan mat í stórum stíl,“ eins og það er orðað í yfirlýsingunni. „Viðskiptahagsmunir eru teknir fram yfir heilbrigðisrök. Búfjárheilsa er látin lönd leið og bitlausar varnir í aðgerðaáætlun landbúnaðarráðherra duga skammt. Það er þverstæða að kynna til sögunnar aðgerðaáætlun til að auka matvælaöryggi á sama tíma og innflutningur á hráu ófrosnu kjöti, eggjum og ógerilsneyddum mjólkurafurðum er heimilaður. Við eigum hreina og heilbrigða búfjárstofna og erum heppin að því leyti að matvælasýkingar eru fátíðar hérlendis. Það er beinlínis skylda okkar að viðhalda þeirri góðu stöðu. Það er hafið yfir vafa að innflutningurinn mun valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni og ógna bæði lýðheilsu og búfjárheilsu. Ísland er ekki aðili að evrópskum tryggingarsjóðum sem bæta tjón ef upp koma alvarlegar sýkingar í landbúnaði og þyrfti ríkisvaldið ásamt bændum að bera slíkar byrðar.“Athugasemd frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 22. febrúar:Í fréttum undanfarna daga hefur verið fullyrt að í tengslum við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um innflutning á m.a. ófrystu kjöti sé fyrirhugað að heimila dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurafurðum. Kemur þetta m.a. fram í yfirlýsingu stjórnar Bændasamtaka Íslands frá því í fyrradag og í fréttaskýringu á forsíðu Morgunblaðsins í dag þar sem fullyrt er um skaðlegar afleiðingar meintra breytinga.Vegna þessa vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ítreka að ekki er fyrirhugað í tengslum við boðaðar breytingar að gera neinar breytingar á núgildandi regluverki um innflutning og dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurvörum. Framangreint leiðréttist hér með.
Alþingi Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Leggja til afnám leyfisveitingakerfisins vegna innflutnings á kjöti og eggjum Íslenska ríkið mátti ekki takmarka innflutning erlends kjöts við að það hefði verið fryst. 20. febrúar 2019 17:41 Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Leggja til afnám leyfisveitingakerfisins vegna innflutnings á kjöti og eggjum Íslenska ríkið mátti ekki takmarka innflutning erlends kjöts við að það hefði verið fryst. 20. febrúar 2019 17:41
Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00