Gagnrýnir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um áframhaldandi hvalveiðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 15:57 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingflokksformaður VG. vísir/vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um að heimila áfram hvalveiðar hér við land séu henni mikil vonbrigði. Þetta kom fram í máli Bjarkeyjar undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Sagðist Bjarkey spyrja sig hvaða tilgangi það þjóni að veita leyfi til hvalveiða og benti á að ráðherra hefði meðal annars byggt ákvörðun sína á skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um hvalveiðar en sú skýrsla hafi ekki verið óumdeild. „Fátt bendir til þess að hvalveiðar muni nokkru sinni ná fyrri stöðu í atvinnulífinu og enn minni líkur eru á að slíkar veiðar öðlist viðurkenningu alþjóðlegra stofnana á sviði umhverfisverndar. Að mínu mati er grundvallarforsenda nýtingu náttúruauðlinda að hún sé byggð á sjálfbærni eins og ríkisstjórnin hefur ítrekað og sjávarútvegsráðherra ítrekaði í viðtali hjá RÚV 17. janúar síðastliðinn,“ sagði Bjarkey og bætti við að það þýddi að efnahagsleg og félagsleg áhrif væru jákvæð sem og að auðlindin yrði ekki sköðuð til framtíðar. „Meðan ekki eru fyrirsjánlegir markaðir fyrir hvalkjöt má gefa sér að veiðarnar verði ekki sjálfbærar því ef ekki er markaður fyrir kjötið er efnahagslegur ávinningur enginn. Við eigum ekki að taka séns á því að stofna einum mikilvægasta atvinnurekstri okkar í hættu sem er ferðaþjónustan – við höfum ekki efni á því,“ sagði Bjarkey. Orð Bjarkeyjar enduróma orð samflokksmanns hennar, Guðmundar Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, í viðtali við RÚV þar sem hann segir ákvörðun Kristjáns Þórs séu mikil vonbrigði. Þá segir hann sjávarútvegsráðherra ekki hafa rætt þessa ákvörðun við sig. Guðmundur Ingi hefur sagt að hann vilji endurmeta stefnu stjórnvalda þegar kemur að hvalveiðum og er ekki sannfærður um að veiðarnar séu sjálfbærar. Alþingi Hvalveiðar Umhverfismál Tengdar fréttir Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45 Telur að sjávarútvegsráðherra stilli sér upp gegn náttúruvernd Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir nauðsynlegt að styrkja málsstað Íslands á alþjóðavettvangi og til þess þurfi meðal annars að hætta hvaladrápi. 20. febrúar 2019 14:30 Segir langreyðarstofninn hafa þrefaldast frá 1987 Íslendingar halda áfram hvalveiðum og verður heimilt að veiða allt að 209 langreyðar og allt að 217 hrefnur á ári næstu fimm ár, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra. 19. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent Fleiri fréttir „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um að heimila áfram hvalveiðar hér við land séu henni mikil vonbrigði. Þetta kom fram í máli Bjarkeyjar undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Sagðist Bjarkey spyrja sig hvaða tilgangi það þjóni að veita leyfi til hvalveiða og benti á að ráðherra hefði meðal annars byggt ákvörðun sína á skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um hvalveiðar en sú skýrsla hafi ekki verið óumdeild. „Fátt bendir til þess að hvalveiðar muni nokkru sinni ná fyrri stöðu í atvinnulífinu og enn minni líkur eru á að slíkar veiðar öðlist viðurkenningu alþjóðlegra stofnana á sviði umhverfisverndar. Að mínu mati er grundvallarforsenda nýtingu náttúruauðlinda að hún sé byggð á sjálfbærni eins og ríkisstjórnin hefur ítrekað og sjávarútvegsráðherra ítrekaði í viðtali hjá RÚV 17. janúar síðastliðinn,“ sagði Bjarkey og bætti við að það þýddi að efnahagsleg og félagsleg áhrif væru jákvæð sem og að auðlindin yrði ekki sköðuð til framtíðar. „Meðan ekki eru fyrirsjánlegir markaðir fyrir hvalkjöt má gefa sér að veiðarnar verði ekki sjálfbærar því ef ekki er markaður fyrir kjötið er efnahagslegur ávinningur enginn. Við eigum ekki að taka séns á því að stofna einum mikilvægasta atvinnurekstri okkar í hættu sem er ferðaþjónustan – við höfum ekki efni á því,“ sagði Bjarkey. Orð Bjarkeyjar enduróma orð samflokksmanns hennar, Guðmundar Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, í viðtali við RÚV þar sem hann segir ákvörðun Kristjáns Þórs séu mikil vonbrigði. Þá segir hann sjávarútvegsráðherra ekki hafa rætt þessa ákvörðun við sig. Guðmundur Ingi hefur sagt að hann vilji endurmeta stefnu stjórnvalda þegar kemur að hvalveiðum og er ekki sannfærður um að veiðarnar séu sjálfbærar.
Alþingi Hvalveiðar Umhverfismál Tengdar fréttir Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45 Telur að sjávarútvegsráðherra stilli sér upp gegn náttúruvernd Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir nauðsynlegt að styrkja málsstað Íslands á alþjóðavettvangi og til þess þurfi meðal annars að hætta hvaladrápi. 20. febrúar 2019 14:30 Segir langreyðarstofninn hafa þrefaldast frá 1987 Íslendingar halda áfram hvalveiðum og verður heimilt að veiða allt að 209 langreyðar og allt að 217 hrefnur á ári næstu fimm ár, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra. 19. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent Fleiri fréttir „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45
Telur að sjávarútvegsráðherra stilli sér upp gegn náttúruvernd Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir nauðsynlegt að styrkja málsstað Íslands á alþjóðavettvangi og til þess þurfi meðal annars að hætta hvaladrápi. 20. febrúar 2019 14:30
Segir langreyðarstofninn hafa þrefaldast frá 1987 Íslendingar halda áfram hvalveiðum og verður heimilt að veiða allt að 209 langreyðar og allt að 217 hrefnur á ári næstu fimm ár, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra. 19. febrúar 2019 23:00