Enski boltinn

Patrik lék sinn fyrsta leik fyrir Brentford

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Patrik fékk eldskírn sína í dag.
Patrik fékk eldskírn sína í dag. mynd/blikar.is
Patrik Sigurður Gunnarsson, 18 ára markvörður, lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Brentford þegar það vann 1-2 útisigur á Middlesbrough í ensku B-deildinni í dag. Þetta var fyrsti sigur Brentford á Middlesbrough á útivelli síðan 1938.

Patrik, sem kom til Brentford frá Breiðabliki, kom inn á sem varamaður þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá var staðan 1-2. Patrik hélt marki sínu hreinu það sem eftir lifði leiks og hjálpaði Brentford að landa sigri. Liðið er í 12. sæti deildarinnar.









Leeds United vann 0-1 sigur á Bristol City á útivelli. Patrick Bamford skoraði eina mark leiksins. Leeds er í 2. sæti deildarinnar með 70 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Norwich City.

Reading vann dramatískan sigur á Wigan Athletic, 3-2. Yakou Meite skoraði sigurmarkið þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Jón Daði Böðvarsson lék ekki með Reading vegna meiðsla.

Reading hefur unnið þrjá af síðustu fimm leikjum sínum og er nú þremur stigum frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×