Enski boltinn

Óttast að Sanchez hafi skaddað liðband

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sanchez meiddist illa í gær
Sanchez meiddist illa í gær vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær óttast það að Alexis Sanchez gæti verið frá í einhvern tíma en hann skaddaði líklegast liðband í hné í sigri United á Southampton í gær.

Sanchez haltraði þegar hann yfirgaf Old Trafford og bætist líklega á sjúkralistann hjá United fyrir leikinn við PSG í Meistaradeildinni í næstu viku.

„Við höfum ekki skoðað Sanchez nógu mikið, en þetta gæti verið liðband. Þetta var slæmt högg á hnéð,“ sagði Solskjær.

Sanchez fer í myndatöku í dag og þá kemur alvarleiki meiðslanna í ljós.

Ander Herrera, Nemanja Matic, Jesse Lingard, Juan Mata og Anthony Martial voru allir frá vegna meiðsla í gær og þá getur Paul Pogba ekki verið með gegn PSG vegna leikbanns.

United tapaði fyrri leiknum 2-0 á heimavelli og á því erfitt verkefni fyrir höndum í París.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×