Enski boltinn

Sjáðu sigurmark Lukaku og öll mörk gærdagsins úr enska

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lukaku var hetja Manchester United
Lukaku var hetja Manchester United vísir/getty
Romelu Lukaku tryggði Manchester United sigur á lokamínútunum gegn Southampton á Old Trafford í gær. Manchester City vann Bournemouth og Arsenal og Tottenham skildu jöfn í stórleik gærdagsins.

Aaron Ramsey kom Arsenal yfir snemma leiks á Wembley en Harry Kane jafnaði metin af vítapunktinum. Undir lok leiksins fékk Pierre-Emerick Aubameyang færi á að stela sigrinum fyrir Arsenal en Hugo Lloris varði vítaspyrnu hans.

Manchester United lenti undir á heimavelli gegn Southampton þegar Yan Valery skoraði glæsimark, hans fyrsta fyrir Southampton í úrvalsdeildinni. Andreas Pereira og Romelu Lukaku komu United hins vegar yfir áður en James Ward-Prowse jafnaði beint úr aukaspyrnu.

Romelu Lukaku reyndist svo hetjan þegar hann skoraði sigurmarkið á 88. mínútu. Paul Pogba hefði getað gulltryggt sigurinn en hann fór illa með vítaspyrnu í uppbótartíma.

Riyad Mahrez skoraði eina mark Manchester City gegn Bournemouth á Vitality vellinum. Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson voru báðir í tapliðum.

Öll mörk og allt það helsta úr leikjum gærdagsins má sjá hér að neðan.

Manchester United - Southampton 3-2
Klippa: FT Manchester Utd 3 - 2 Southampton
Tottenham - Arsenal 1-1
Klippa: FT Tottenham 1 - 1 Arsenal
Bournemouth - Manchester City 0-1
Klippa: FT Bournemouth 0 - 1 Manchester City
Burnley - Crystal Palace 1-3
Klippa: FT Burnley 1 - 3 Crystal Palace
Wolves - Cardiff 2-0
Klippa: FT Wolves 2 - 0 Cardiff
Brighton - Huddersfield 1-0
Klippa: FT Brighton 1 - 0 Huddersfield
West Ham - Newcastle 2-0
Klippa: FT West Ham 2 - 0 Newcastle



Fleiri fréttir

Sjá meira


×