Stjórnmálamenn líti í eigin barm Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. mars 2019 19:19 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að stjórnmálamenn þurfi að líta í eigin barm í yfirstandandi kjaraviðræðum. Ákvarðanir kjararáðs á síðustu árum hafi hleypt illu blóði í verkalýðshreyfinguna og stjórnvöld ættu því að vera opin fyrir því að grípa til aðgerða, líkt og að frysta laun háttsettra ríkisstarfsmanna. Yfirstandandi kjaraviðræður hafa harnað á síðustu vikum. Fjórfylking verkalýðshreyfingarinnar hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins og boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum. Félagsdómur mun síðan úrskurða eftir helgi hvort verkafallsboðun Eflingar hafi verið lögleg, en hún mun taka til ræstingafólks á hótelum sem að óbreyttu mun hefjast næstkomandi föstudag.Þorgerður Katrín segir að staðan sem upp er komin sé að mörgu leyti ógnvænleg. Hún telur að aðilar vinnumarkaðarins, jafnt verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur, þurfi að átta sig á því hvað teljist óraunhæfar launakröfur. Staðan sem uppi er komin geti reynst þjóðarbúinu kostnaðarsöm, fari hún úr böndunum.„Því að við þurfum að ná jafnvægi í þjóðarbúskapnum og það næst ekki nema annars vegar að deiluaðilar semji og síðan að ríkisvaldið komi með tillögu sem beinist inn í þessar kjaradeilu. Ég verð að segja eins og er að ríkisstjórnin, hennar skattatillögur voru ekki beint til þess að leysa eða hjálpa til við að leysa þennan hnút sem að deilan er komin í,“ segir Þorgerður Katrín.Úrskurðir kjararáðs á undanförnum árum með tilheyrandi tugprósenta launahækkunum fyrir háttsetta ríkisstarfsmenn hafa verið vatn á millu verkalýðshreyfingarinnar. Þorgerður segir því ekki nema eðlilegt að stjórnmálamenn líti í eigin barm þegar umræður um kjarabætur fyrir þá lægst settu eru annars vegar.„Því er ekki að leyna að bæði ákvarðanir kjararáðs á sínum tíma, en ekki síður líka núna nýlegar hækkanir ríkisforstjóranna upp á marga tugi prósenta þannig að þeir eru kannski með 10-15föld laun miðað við laun þeirra sem eru lægst launaðir innan þeirra stofnana. þetta gengur ekki, það sjá allir,“ segir Þorgerður Katrín.Til að lægja öldurnar á vinnumarkaði þurfi því að horfa til aðgerða, til að mynda launafrystingar í efstu lögum hins opinbera.„Ríkisstarfsmenn, hvort sem það eru þingmenn, stjórnmálafólk en ekki síður æðstu embættismenn ríkisins, við verðum að horfa í eigin barm, skoða hvað það er sem við getum lagt af mörkum til að ná þjóðarsátt, til þess að jafna kjör og reyna að gera okkar til að leysa þessa deilu. Ef að það kallar á til dæmis frystingu launa í einhvern tíma þá er það að sjálfsögðu eitthvað sem við eigum að skoða.“ Alþingi Kjaramál Viðreisn Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að stjórnmálamenn þurfi að líta í eigin barm í yfirstandandi kjaraviðræðum. Ákvarðanir kjararáðs á síðustu árum hafi hleypt illu blóði í verkalýðshreyfinguna og stjórnvöld ættu því að vera opin fyrir því að grípa til aðgerða, líkt og að frysta laun háttsettra ríkisstarfsmanna. Yfirstandandi kjaraviðræður hafa harnað á síðustu vikum. Fjórfylking verkalýðshreyfingarinnar hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins og boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum. Félagsdómur mun síðan úrskurða eftir helgi hvort verkafallsboðun Eflingar hafi verið lögleg, en hún mun taka til ræstingafólks á hótelum sem að óbreyttu mun hefjast næstkomandi föstudag.Þorgerður Katrín segir að staðan sem upp er komin sé að mörgu leyti ógnvænleg. Hún telur að aðilar vinnumarkaðarins, jafnt verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur, þurfi að átta sig á því hvað teljist óraunhæfar launakröfur. Staðan sem uppi er komin geti reynst þjóðarbúinu kostnaðarsöm, fari hún úr böndunum.„Því að við þurfum að ná jafnvægi í þjóðarbúskapnum og það næst ekki nema annars vegar að deiluaðilar semji og síðan að ríkisvaldið komi með tillögu sem beinist inn í þessar kjaradeilu. Ég verð að segja eins og er að ríkisstjórnin, hennar skattatillögur voru ekki beint til þess að leysa eða hjálpa til við að leysa þennan hnút sem að deilan er komin í,“ segir Þorgerður Katrín.Úrskurðir kjararáðs á undanförnum árum með tilheyrandi tugprósenta launahækkunum fyrir háttsetta ríkisstarfsmenn hafa verið vatn á millu verkalýðshreyfingarinnar. Þorgerður segir því ekki nema eðlilegt að stjórnmálamenn líti í eigin barm þegar umræður um kjarabætur fyrir þá lægst settu eru annars vegar.„Því er ekki að leyna að bæði ákvarðanir kjararáðs á sínum tíma, en ekki síður líka núna nýlegar hækkanir ríkisforstjóranna upp á marga tugi prósenta þannig að þeir eru kannski með 10-15föld laun miðað við laun þeirra sem eru lægst launaðir innan þeirra stofnana. þetta gengur ekki, það sjá allir,“ segir Þorgerður Katrín.Til að lægja öldurnar á vinnumarkaði þurfi því að horfa til aðgerða, til að mynda launafrystingar í efstu lögum hins opinbera.„Ríkisstarfsmenn, hvort sem það eru þingmenn, stjórnmálafólk en ekki síður æðstu embættismenn ríkisins, við verðum að horfa í eigin barm, skoða hvað það er sem við getum lagt af mörkum til að ná þjóðarsátt, til þess að jafna kjör og reyna að gera okkar til að leysa þessa deilu. Ef að það kallar á til dæmis frystingu launa í einhvern tíma þá er það að sjálfsögðu eitthvað sem við eigum að skoða.“
Alþingi Kjaramál Viðreisn Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira