Enski boltinn

Aston Villa valtaði yfir Derby

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
vísir/getty
Frábær fyrri hálfleikur var nóg fyrir Aston Villa gegn lærisveinum Frank Lampard í Derby í ensku B-deildinni.

Conor Hourihane skoraði tvö mörk og Tammy Abraham og Jack Grealish sitt markið hvor og komu heimamönnum í Villa í 4-0 í fyrri hálfleik. Ekkert mark var skorað í þeim seinni og þar við sat.

Birkir Bjarnason sat á bekknum hjá Villa allan leikinn.

Modou Barrow tryggði Reading sigurinn gegn Ipswich með marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma.

Nelson Oliveira hafði komið Reading yfir í fyrri hálfleik áður en Gwion Edwards jafnaði leikinn undir lokin. Það dugði hins vegar ekki til því Barrow skoraði sigurmarkið stuttu seinna.

Jón Daði Böðvarsson var ekki í leikmannahópi Reading.

Patrik Sigurður Gunnarsson var á bekknum hjá Brentford sem vann QPR 3-0 á heimavelli.

Úrslit dagsins:

Aston Villa - Derby 4-0

Brentford - QPR 3-0

Hull - Birmingham 2-0

Ipswich - Reading 1-2

Millwall - Norwich 1-3

Preston - Briston 1-1

Rotherham - Blackburn 3-2

Stoke - Nottingham Fores 2-0

Swansea - Bolton 2-0

Wigan - Middlesbrough 0-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×