Fótbolti

Augsburg án Alfreðs hafði betur gegn Dortmund

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það er krísa í Dortmund.
Það er krísa í Dortmund. vísir/getty
Alfreðs lausir Augsburgar-menn gerðu sér lítið fyrir og skelltu toppliði Borussia Dortmund á heimavelli í kvöld er liðin mættust í þýsku úrvalsdeildinni.

Alfreð Finnbogason er á meiðslalistanum en Ji Dong Won kom Augsburg yfir á 24. mínútu og hann tvöfaldaði forystuna á 68. mínútu. Augsburg komið í vænlega stöðu.

Spánverjinn Paco Alcacer minnkaði muninn fyrir Dortmund níu mínútum fyrir leikslok en það dugði ekki til og 2-1 sigur Augsburg staðreynd.

Dortmund hefur verið að fatast flugið. Þeir voru á tímapunkti með sjö stiga forskot á Bayern Munchen en nú er munurinn einungis þrjú stig. Bayern getur jafnað Dortmund að stigum á morgun með sigri á Borussia Mönchengladbach.

Með sigrinum færist Augsburg fær fallsvæðinu og er nú fimm stigum frá umspilssæti um fall og sjö stigum frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×