Enski boltinn

Gamli Liverpool maðurinn spáir því að Liverpool missi toppsætið um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah og félagar í Liverpool mega eflaust ekki við því að misstíga sig oftar í vetur.
Mohamed Salah og félagar í Liverpool mega eflaust ekki við því að misstíga sig oftar í vetur. Getty/Robbie Jay Barratt
Fimmfaldur Englandsmeistari á sínum tíma með Liverpool er á því að Liverpool liðið missti toppsætið til Manchester City um helgina.

Liverpool mætir Everton í nágrannaslag á sunnudaginn en daginn áður heimsækir Manchester City lið Bournemouth.

Liverpool er bara með eins stigs forskot á toppnum og verður því væntanlega að vinna sinn leik til að halda toppsætinu





Mark Lawrenson leggur það í vana sinn að spá fyrir um úrslit hverrar umferðar og keppir hann í hverri viku við nýjan áskoranda sem oftar en ekki er þekktur fyrir eitthvað annað en fótboltaspark.

Mark Lawrenson hefur unnið lengi sem knattspyrnusérfræðingur hjá BBC en á árum áður lék hann með Liverpool í næstum því áratug og vann hann alls þrettán titla með félaginu þar af ensku deildina fimm sinnum.

Lawrenson hefur skilað af sér spá helgarinnar. Hann spáir því að Manchester City vinni öruggan 3-0 útisigur á Bournemouth á laugardaginn og nái þar með tveggja stiga forystu á Liverpool.

Liverpool ætti að geta endurheimt efsta sætið með sigri á Everton daginn eftir en Lawrenson heldu það takist ekki hjá þeim. Hann spáir 1-1 jafntefli nágrannaslag Everton og Liverpool á Goodison Park.  

Lawrenson spáir einnig Manchester United 2-0 heimasigri á móti Southampton, hann býst við 1-1 jafntefli í nágrannaslag Tottenham og Arsenal og er á því að Chelsea vinni 2-0 útisigur á Fulham.

Breska frjálsíþróttakonan Dina Asher-Smith keppir við Lawrenson í þessari viku en hún spáir því að Liverpool haldi toppsætinu eftir nauman 1-0 útisigur á Everton. Hún býst líka við sigri Manchester City en það má sjá spá þeirra hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×