Enski boltinn

Valencia á förum frá Old Trafford

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Antonio Valencia er fyrirliði Manchester United
Antonio Valencia er fyrirliði Manchester United vísir/getty
Antonio Valencia er að öllum líkindum á leiðinni frá Manchester United en félagið ætlar ekki að virkja klásúlu í samningi hans um framlengingu.

Ole Gunnar Solskjær ræddi mál fyrirliðans á blaðamannafundi sínum í dag en Valencia rennur út á samningi í lok tímabilsins.

Valencia er meiddur og hefur bara spilað einn deildarleik síðustu fimm mánuði. Hann er þessa dagana í endurhæfingu í heimalandinu Ekvador.

Það er klásúla í samningi Valencia við United um að félagið geti framlengt um eitt ár og rennur fresturinn til þess að gera það út í lok vinnudags í dag. Samkvæmt blaðamanni BBC ætlar félagið ekki að gera það.

„Antonio er ekki 100 prósent heill. Hann er búinn að eiga frábæran feril hér hjá Manchester United og í Englandi, en ég er ekki viss um að Manchester United og Antonio komist að samkomulagi um næsta ár,“ sagði Solskjær.

„Vonandi kem ég honum á völlinn og hann getur sýnt hvað hann getur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×