Enski boltinn

Ranieri datt inn á listann en ógnaði þó ekki meti fyrrum stjóra Hermanns Hreiðars

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Les Reed, Hermann Hreiðarsson og Claudio Ranieri.
Les Reed, Hermann Hreiðarsson og Claudio Ranieri. Samsett/Getty
Claudio Ranieri var í gær rekinn sem knattspyrnustjóri Fulham aðeins 106 dögum eftir að hann tók við liðinu. Það þýddi að þessi fyrrum knattspyrnustjóri Englandsmeistara Leicester City er kominn inn á frekar óvinsælan lista.

Ranieri er nú einn af þeim átta knattspyrnustjórum sem hafa starfað styðst með eitt lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Ranieri deilir sjöunda sætinu með Tony Adams sem var líka í 106 daga með lið Portsmouth tímabilið 2008 til 2009.





Ranieri var þó ekki nálægt því að slá met Les Reed sem náði aðeins að stýra liði Charlton í 40 dagar áður en hann var rekinn á Aðfangadag 2006. Íslenski landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson lék einmitt með Charlton liðinu það tímabil.





Í öðru sætinu er síðan annar stjóri sem Fulham rak en Hollendingurinn Rene Meulensteen var aðeins í 75 daga með Fulham tímabilið 2013 til 2014. Meulensteen hafði verið í þjálfaraliði Manchester United í sex ár.

Meulensteen fékk liðið í fangið í desember eftir að Martin Jol var rekinn eftir fimm tapleiki í röð. Rene Meulensteen var rekinn í febrúar og Felix Magath tók við.

Þriðji á listanum er síðan Frank de Boer sem er sá sem hefur fengið styðstan tíma með lið frá upphafi tímabils. Crystal Palace ákvað að reka hann 11. september eða eftir aðeins fimm leiki.





Hér fyrir neðan má sjá listann yfir þá knattspyrnustjóra ensku úrvalsdeildarinnar sem telja starfstíma sinn í dögum.

Styðsta stjóratíðin í ensku úrvalsdeildinni:

40 dagar - Les Reed hjá Charlton

(14. nóvember 2006 til 24. desember 2006)

1 sigur í 8 leikjum (13%)

- Hermann Hreiðarsson lék þarna með Charlton

75 dagar - Rene Meulensteen hjá Fulham

(1. desember 2013 til 14. febrúar 2014)

4 sigrar í 17 leikjum (24%)

77 dagar - Frank de Boer hjá Crystal Palace

(26. júní 2017 til 11. september 2017)

1 sigur í 5 leikjum (20%)

85 dagar - Bob Bradley hjá Swansea City

(3. október 2016 til 27. desember 2016)

2 sigrar í 11 leikjum (18%)

- Gylfi Þór Sigurðsson lék þarna með Swansea

98 dagar - Terry Connor hjá Wolves

(24. febrúar 2012 til 1. júní 2012)

0 sigrar í 13 leikjum (0%)

- Eggert Gunnþór Jónsson lék þarna með Wolves

99 dagar - Colin Todd hjá Derby

(7. október 2001 til 14. janúar 2002)

4 sigrar í 17 leikjum (24%)

106 dagar - Tony Adams hjá Portsmouth

(26. október 2008 til 9. febrúar 2009)

4 sigrar í 22 leikjum (18%)

- Hermann Hreiðarsson lék þarna með Portsmouth

106 dagar - Claudio Ranieri hjá Fulham

(14. nóvember 2018 til 28. febrúar 2019)

3 sigrar í 17 leikjum (18%)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×