Enski boltinn

Pochettino: Loksins fékk ég titil

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pochettino með verðlaunagripinn
Pochettino með verðlaunagripinn mynd/tottenham
Mauricio Pochettino vann loksins titil í gærkvöldi þegar hann var valinn knattspyrnustjóri ársins á knattspyrnuverðlaunahátíð Lundúnaborgar.

London Football Awards hátíðin var haldin í gærkvöldi þar sem liðin í Lundúnaborg eru hyllt. Ágóðinn af verðlaunahátíðinni fara til góðgerðarmála.

Pochettino var nefndur stjóri ársins og þegar hann tók á móti verðlaununum gantaðist Argentínumaðurinn aðeins og sagði: „Ég fékk loksins titil.“

„Þetta er að sjálfsögðu mikill heiður fyrir mig. Það skiptir alltaf máli að vinna verðlaun og ég vil þakka fyrir mig,“ bætti hann svo við.

Heung-Min Son var valinn leikmaður ársins svo Tottenham fór heim með tvennu af hátíðinni.

Tottenham á stórleik við Arsenal á Wembley í hádeginu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×