Sir Alex Ferguson ekki efstur á lista France Football yfir bestu stjóra sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2019 08:30 Rinus Michels gerði Hollendinga að Evrópumeisturum árið 1988 og fagnar hér á öxlum Ruud Gullit. Vísir/Getty France Football hefur valið fimmtíu bestu knattspyrnustjóra sögunnar og raðað þeim upp frá 1 til 50. Það kemur mörgum á óvart að Sir Alex Ferguson er ekki númer eitt. Besti knattspyrnustjóri allra tíma er að mati þessa virta fótboltablaðs Hollendingurinn Rinus Michels. Sir Alex Ferguson er númer tvö en næstir eru síðan Ítalinn Arrigo Sacchi, Hollendingurinn Johan Cruyff og Spánverjinn Pep Guardiola sem er í fimmta sætinu. Guardiola er eini stjórinn inn á topp fimm sem er ennþá starfandi en Jose Mourinho er í 13. sæti og Zinedine Zidane er í sæti númer 22. Það vekur líka athygli að Jürgen Klopp, sem er í 27. sæti, er fimm sætum ofar en Arsene Wenger, sem þarf að gera sér 32. sætið að góðu.Michels, Ferguson, Sacchi, Cruyff, Guardiola... Les 50 meilleurs entraîneurs de l'histoire https://t.co/RONFM95qVF — france football (@francefootball) March 18, 2019Jürgen Klopp er þriðji besti stjóri Liverpool, einu sæti á eftir Bob Paisley og sautján sætum á eftir Bill Shankly sem er í 10. sætinu. Kenny Dalglish kemst ekki á þennan fimmtíu stjóra lista. Rinus Michels stýrði meðal annars bæði Ajax og Barcelona auk þess að þjálfa hollenska landsliðið og koma því í úrslitaleik á stórmóti með fjórtán ára millibili. Michels gerði Ajax fjórum sinnum að hollenskum meisturum og hollenska liðið vann einnig Evrópukeppni meistaraliða undir hans stjórn 1971. Hann gerði líka Barcelona bæði að spænskum meisturum og spænsku bikarmeisturum. Titlafjöldinn hjá Rinus Michels er ekki nálægt því að vera sá sami og hjá Sir Alex Ferguson. Rinus Michels fær aftur á móti sitt mesta hrós fyrir að vera upphafsmaður "Total Football" og var valinn stjóri aldarinnar af FIFA árið 1999. Sir Alex Ferguson vann 38 titla á 26 árum sínum með Manchester United þar af ensku deildina þrettán sinnum og Meistaradeildina tvisvar. Hér fyrir neðan má sjá allan fimmtíu stjóra listann.France Football's top 50 Greatest Managers. Thoughts? pic.twitter.com/etwjeZVJBe — FootballFunnys (@FootballFunnnys) March 19, 2019 Fótbolti Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Sjá meira
France Football hefur valið fimmtíu bestu knattspyrnustjóra sögunnar og raðað þeim upp frá 1 til 50. Það kemur mörgum á óvart að Sir Alex Ferguson er ekki númer eitt. Besti knattspyrnustjóri allra tíma er að mati þessa virta fótboltablaðs Hollendingurinn Rinus Michels. Sir Alex Ferguson er númer tvö en næstir eru síðan Ítalinn Arrigo Sacchi, Hollendingurinn Johan Cruyff og Spánverjinn Pep Guardiola sem er í fimmta sætinu. Guardiola er eini stjórinn inn á topp fimm sem er ennþá starfandi en Jose Mourinho er í 13. sæti og Zinedine Zidane er í sæti númer 22. Það vekur líka athygli að Jürgen Klopp, sem er í 27. sæti, er fimm sætum ofar en Arsene Wenger, sem þarf að gera sér 32. sætið að góðu.Michels, Ferguson, Sacchi, Cruyff, Guardiola... Les 50 meilleurs entraîneurs de l'histoire https://t.co/RONFM95qVF — france football (@francefootball) March 18, 2019Jürgen Klopp er þriðji besti stjóri Liverpool, einu sæti á eftir Bob Paisley og sautján sætum á eftir Bill Shankly sem er í 10. sætinu. Kenny Dalglish kemst ekki á þennan fimmtíu stjóra lista. Rinus Michels stýrði meðal annars bæði Ajax og Barcelona auk þess að þjálfa hollenska landsliðið og koma því í úrslitaleik á stórmóti með fjórtán ára millibili. Michels gerði Ajax fjórum sinnum að hollenskum meisturum og hollenska liðið vann einnig Evrópukeppni meistaraliða undir hans stjórn 1971. Hann gerði líka Barcelona bæði að spænskum meisturum og spænsku bikarmeisturum. Titlafjöldinn hjá Rinus Michels er ekki nálægt því að vera sá sami og hjá Sir Alex Ferguson. Rinus Michels fær aftur á móti sitt mesta hrós fyrir að vera upphafsmaður "Total Football" og var valinn stjóri aldarinnar af FIFA árið 1999. Sir Alex Ferguson vann 38 titla á 26 árum sínum með Manchester United þar af ensku deildina þrettán sinnum og Meistaradeildina tvisvar. Hér fyrir neðan má sjá allan fimmtíu stjóra listann.France Football's top 50 Greatest Managers. Thoughts? pic.twitter.com/etwjeZVJBe — FootballFunnys (@FootballFunnnys) March 19, 2019
Fótbolti Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Sjá meira