Tóku niður tjaldið og yfirgáfu Austurvöll af öryggisástæðum Ari Brynjólfsson skrifar 19. mars 2019 07:45 Hælisleitendurnir lentu í átökum við lögreglu þegar þeir reyndu að tjalda í byrjun síðustu viku. Þeir fengu leyfi fyrir tjaldinu hjá borgaryfirvöldum en það var afturkallað. Tjaldið var fjarlægt í gærkvöldi. Fréttablaðið/Stefán Búið er að taka niður tjaldið á Austurvelli. Hælisleitendurnir sem héldu þar til í rúma viku eru farnir. Elínborg Harpa Önundardóttir hjá No Borders-samtökunum segir í samtali við Fréttablaðið að ástæðan sé heilsuleysi hælisleitendanna, bæði andlegt og líkamlegt, og mikil útlendingaandúð sem þau hafi orðið vör við undanfarna viku. „Það voru nokkrir byrjaðir að veikjast þannig að okkur leist ekkert á blikuna þó að þeir sjálfir vildu vera áfram. En svo var búið að vera mikið af fólki með útlendingaandúð á Austurvelli, sérstaklega í gær,“ segir Elínborg Harpa. „Þetta er ekki bara á samfélagsmiðlum, það er lifandi fólk á Austurvelli sem kemur og er með dólg. Á hverjum degi.“ Sem dæmi nefnir hún að hælisleitandi hafi verið kýldur í síðustu viku, fólk hafi tekið þá upp á myndband, brotið flöskur fyrir utan tjaldið og ögrað þeim með niðrandi ummælum um íslam. Hælisleitendurnir hugðust ekki fjarlægja tjaldið fyrr en stjórnvöld höfðu mætt kröfum þeirra. Ekki fleiri brottvísanir, Dyflinnarreglugerðinni verði ekki beitt, þeir fái rétt til að vinna, aðgang að heilbrigðisþjónustu og að Ásbrú verði lokað. „Ég vil bara fá að búa hérna í friði alveg eins og þið. Það er búið að vera stríð í heimalandinu mínu í þrjátíu ár, ég vil fara þangað aftur en það er ekki hægt eins og er, á meðan vil ég fá að búa hér. Þar sem er friður,“ segir Ali, hælisleitandi á þrítugsaldri frá Afganistan. „Ég vil komast frá Ásbrú. Við erum algjörlega einangraðir þar, við gerum ekki neitt nema bíða,“ segir Þeir vilja fá húsnæði nær Reykjavík til að geta átt í samskiptum við aðra. Vikupeningar upp á rúmar átta þúsund krónur dugi skammt þar sem farið til Reykjavíkur kosti helminginn af því. Nokkur ótti er meðal þeirra um ð vera vísað úr landi ef þeir koma fram í fjölmiðlum. Tveir mótmælendanna hafi fengið neikvæðan úrskurð hjá kærunefnd útlendingamála og tveir handteknir. Elínborg segir að þau muni halda baráttunni áfram. „Við erum ekki hætt. Við erum að skipuleggja fleiri aðgerðir næstu daga. Við sættum okkur heldur ekki við að saklausir menn sitji í fangelsi.“ Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Sjá fram á brottvísanir í stað samráðsfunda og yfirgefa Austurvöll Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. 18. mars 2019 23:04 Köld nótt að baki hjá mótmælendum sem gistu á Austurvelli Elínborg Harpa Önundardóttir aktívisti hjá No Borders Iceland segir að nóttin hafi verið köld en mótmælendur vinna nú að því að sækja um leyfi fyrir uppsetningu á tjöldum á Austurvelli. 13. mars 2019 10:44 Fagnaðarlæti brutust út þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott Mikil fagnaðarlæti brutust út á Austurvelli laust eftir klukkan tvö þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott. 16. mars 2019 14:37 Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55 „Dettur helst í hug að öllum sé sama um okkur“ Mótmælendur sem mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi hyggjast ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld setjast meðþeim að samningaborðinu. 16. mars 2019 20:30 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Búið er að taka niður tjaldið á Austurvelli. Hælisleitendurnir sem héldu þar til í rúma viku eru farnir. Elínborg Harpa Önundardóttir hjá No Borders-samtökunum segir í samtali við Fréttablaðið að ástæðan sé heilsuleysi hælisleitendanna, bæði andlegt og líkamlegt, og mikil útlendingaandúð sem þau hafi orðið vör við undanfarna viku. „Það voru nokkrir byrjaðir að veikjast þannig að okkur leist ekkert á blikuna þó að þeir sjálfir vildu vera áfram. En svo var búið að vera mikið af fólki með útlendingaandúð á Austurvelli, sérstaklega í gær,“ segir Elínborg Harpa. „Þetta er ekki bara á samfélagsmiðlum, það er lifandi fólk á Austurvelli sem kemur og er með dólg. Á hverjum degi.“ Sem dæmi nefnir hún að hælisleitandi hafi verið kýldur í síðustu viku, fólk hafi tekið þá upp á myndband, brotið flöskur fyrir utan tjaldið og ögrað þeim með niðrandi ummælum um íslam. Hælisleitendurnir hugðust ekki fjarlægja tjaldið fyrr en stjórnvöld höfðu mætt kröfum þeirra. Ekki fleiri brottvísanir, Dyflinnarreglugerðinni verði ekki beitt, þeir fái rétt til að vinna, aðgang að heilbrigðisþjónustu og að Ásbrú verði lokað. „Ég vil bara fá að búa hérna í friði alveg eins og þið. Það er búið að vera stríð í heimalandinu mínu í þrjátíu ár, ég vil fara þangað aftur en það er ekki hægt eins og er, á meðan vil ég fá að búa hér. Þar sem er friður,“ segir Ali, hælisleitandi á þrítugsaldri frá Afganistan. „Ég vil komast frá Ásbrú. Við erum algjörlega einangraðir þar, við gerum ekki neitt nema bíða,“ segir Þeir vilja fá húsnæði nær Reykjavík til að geta átt í samskiptum við aðra. Vikupeningar upp á rúmar átta þúsund krónur dugi skammt þar sem farið til Reykjavíkur kosti helminginn af því. Nokkur ótti er meðal þeirra um ð vera vísað úr landi ef þeir koma fram í fjölmiðlum. Tveir mótmælendanna hafi fengið neikvæðan úrskurð hjá kærunefnd útlendingamála og tveir handteknir. Elínborg segir að þau muni halda baráttunni áfram. „Við erum ekki hætt. Við erum að skipuleggja fleiri aðgerðir næstu daga. Við sættum okkur heldur ekki við að saklausir menn sitji í fangelsi.“
Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Sjá fram á brottvísanir í stað samráðsfunda og yfirgefa Austurvöll Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. 18. mars 2019 23:04 Köld nótt að baki hjá mótmælendum sem gistu á Austurvelli Elínborg Harpa Önundardóttir aktívisti hjá No Borders Iceland segir að nóttin hafi verið köld en mótmælendur vinna nú að því að sækja um leyfi fyrir uppsetningu á tjöldum á Austurvelli. 13. mars 2019 10:44 Fagnaðarlæti brutust út þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott Mikil fagnaðarlæti brutust út á Austurvelli laust eftir klukkan tvö þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott. 16. mars 2019 14:37 Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55 „Dettur helst í hug að öllum sé sama um okkur“ Mótmælendur sem mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi hyggjast ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld setjast meðþeim að samningaborðinu. 16. mars 2019 20:30 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Sjá fram á brottvísanir í stað samráðsfunda og yfirgefa Austurvöll Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. 18. mars 2019 23:04
Köld nótt að baki hjá mótmælendum sem gistu á Austurvelli Elínborg Harpa Önundardóttir aktívisti hjá No Borders Iceland segir að nóttin hafi verið köld en mótmælendur vinna nú að því að sækja um leyfi fyrir uppsetningu á tjöldum á Austurvelli. 13. mars 2019 10:44
Fagnaðarlæti brutust út þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott Mikil fagnaðarlæti brutust út á Austurvelli laust eftir klukkan tvö þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott. 16. mars 2019 14:37
Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55
„Dettur helst í hug að öllum sé sama um okkur“ Mótmælendur sem mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi hyggjast ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld setjast meðþeim að samningaborðinu. 16. mars 2019 20:30